Blik - 01.06.1980, Qupperneq 16
þeir með bréfi sínu hefðu gert kröfu
til að hefðu björgunarbát eða —
fleka innanborðs. — Kvaðst hann
gera ráð fyrir, að á vélbátunum
yrðu tunnuflekar eða trébátar. Þá
spurði ég: Hvar á að koma slíkum
bátum eða flekum fyrir á vélbátum,
sem ekki eru stærri en rúmar 20
smálestir? — Féllst hann þá á, að
trébátur kæmi varla til greina en lét
sér til hugar koma, að tunnuflek-
arnir kæmu þar til greina.
Áður en við skildum, fékk ég
Ólaf til að koma með mér inn í
Kveldúlfshúsin til þess að athuga
nánar báta þessa. Síðan var afráð-
ið, að ég skyldi mæta á skrifstofu
skipaskoðunarstjóra kl. 10-11
daginn eftir. Hét hann þá að fylgja
mér og athuga nánar björgunartæki
það, sem ég hugðist kaupa.
Sama dag hitti ég að máli Ársæl
Sveinsson, formann Björgunarfé-
lags Vestmannaeyja og formann
Bátaábyrgðarfélagsins okkar. Einnig
hitti ég Jónas Jónsson, forstjóra,
sem þá var staddur í Reykjavík. Ég
ræddi við þá báða þessi hugsanlegu
kaup mín á björgunarbátnum.
Þeir lögðu þar gott til.
Daginn eftir kom skipaskoðunar-
stjóri með mér til þess að skoða
bátinn. Með honum voru þrír
starfsmenn hans. Við fengum bát-
inn lánaðan í húsakynni skipaskoð-
unarstjóra. Á spjaldi, sem fest var
við umbúðirnar, stóð, að þetta væri
9 manna bátur óyfirbyggður. (Ekk-
ert tjald yfir honum). — Honum
fylgdu tvær árar, kolsýrufyllt
flaska, til að blása hann upp, og
handdæla. Einnig stóð á spjaldi
þessu, að verksmiðjan hefði afhent
bátinn fyrir tveim árum.
Var nú skotið á bátinn úr
flöskunni, og skoðuðu þeir hann
lengi og gaumgæfilega. Síðan var
báturinn tæmdur og svo blásinn
upp að nýju. Það tók um 20 mínút-
ur að blása bátinn upp með hand-
dælunni. Þegar síðasta kolsýru-
flaskan hafði verið tæmd í bátinn,
var ákveðið, að hann skyldi vera
þannig uppblásinn til næsta dags.
Næsta dag kom í ljós, að bátur-
inn var eins og skilið hafði verið við
hann fyrir 24 klukkustundum. —
Ég spurði þá, hvort þeir vildu viður-
kenna bátinn löglegt björgunar-
tæki, ef ég keypti hann. Þeir töldu á
honum ýmsa annmarka, þ.á.m. að
hann væri svo eldfimur, vegna þess,
að hann væri úr gúmmí. Varð mér
þá að orði, að allir vissu, að
sjómenn notuðu bæði gúmmí-
stakka og -stígvél, og hefði annað
ekki reynzt þeim betur. Ennfremur
bentu þeir á, að ekki mætti koma
nálægt honum línukrókur eða
nagli, svo að ekki kæmu á hann gat
eða göt. Þá myndu engin tök að
gera við hann. — Ég gekk fast eftir
því, hvort þeir ætluðu að heimila
mér að kaupa bátinn til löglegra
nota sem björgunartæki. Þeir hétu
því að láta mig vita það eftir nokkra
daga. — Loks fékk ég loforð fyrir
því að vitja svarsins næsta dag.
Daginn eftir veittu þeir mér svo
munnlegt leyfi til kaupa og nota á
14
BLIK