Blik - 01.06.1980, Qupperneq 168
íbúðarhúsi okkar hjóna, nr. 11 við
Kirkjubæjabraut. Komumenn
voru tveir, báðir kunnir starfsmenn
Sambandsins og erindrekar, þeir
Björn Stefánsson, fyrrv. kaupfé-
lagsstjóri á Austurlandi og víðar, og
Kristleifur Jónsson, nú bankastjóri
Samvinnubankans í Reykjavík, titl-
aður fulltrúi i greinarkorni þessu.
Og erindið? — Gestir þessir tjáðu
mér, að þeir hefðu að undanförnu
unnið að því að veita Kaupfélagi
verkamanna nábjargirnar (það er
mitt orðalag), gera það-upp gjald-
þrota fyrirtæki. Það hafði sem sé
orðið að leggja upp laupana sökum
skulda við S.Í.S. — Og erindið til
mín væri það að leita hófanna eða
beiðast þess, að ég beitti mér nú
fyrir stofnun nýs kaupfélags í
bænum og tæki að mér formennsku
í stjórn þess. Þeir tjáðu mér jafn-
framt, að þessi beiðni væri hin ein-
lægasta frá sjálfum forstjóra Sam-
bandsins, Vilhjálmi Þór. Jafnframt
tjáðu þeir mér, að forustumenn
hinna vinstri sinnuðu stjórnmála-
flokka í bænum hefðu eindregið
æskt þess við þá, að þeir fyndu mig
að máli og leituðu hófanna við mig
um þetta mál. Vandi er velboðnu að
neita og hafna trausti góðra manna,
hugsaði ég, og gaf kost á starfinu.
— Já, naumast gat ég neitað þessu
framtaki, þar sem hér áttu hluta að
máli samstarfsmenn minir í bæjar-
stjórn kaupstaðarins og skipuðu
þar meiri hluta með mér, fimmta
fulltrúanum.
Hið nýja kaupfélag skyldi að
sjálfsögðu fá strax og skilyrðislaust
inngöngu í S.Í.S. og njóta stuðnings
þess í öllum rekstri sínum í vinsam-
legum samskiptum. Undir eins við
stofnun þess og starfrækslu skyldi
hið nyjakaupfélagsfá afnot af verzl-
unarhúsi Kaupféalgs verkamanna
við Bárustíg (nr. 6). Þá skyldi það
einnig fá vörulager þess keyptan við
vægu verði, það sem söluhæft væri
af honum.
Kaupfélagsstjóri hins gjaldþrota
kaupfélags, Friðjón Stefánsson,
hafði tjáð mér þessa fyrirætlan
trúnaðarmanna Sambandsins dag-
inn áður, svo að mér hafði gefizt
kostur á að hugleiða þetta erindi
þeirra lítillega.
Svar mitt við óskum þessara
manna varð jákvætt, þó að ég væri
önnum kafinn fyrir. Vissulega var
ég reiðubúinn að fórna vilja og
starfskröftum til að safna liði til
stofnunar nýju kaupfélagi í bænum
með þeirri hugsun einni að leiðar-
ljósi, að þau samvinnusamtök gætu
stuðlað að hagkvæmum verzlunar-
kjörum alls almennings með því að
halda niðri vöruverði til kaupdrýg-
inda og annarra hagsbóta verka-
lýðnum til sjós og lands í kaup-
staðnum. — Að vísu hafði ég lítinn
tíma frá daglegum skyldustörfum
til þess að ganga í hús fólksins og
tala þar máli samvinnuhug-
sjónarinnar og fá það til þess að
vera þátttakendur í kaupfélags-
stofnuninni. Ég vann þá skólastarf
mitt frá morgni til nóns hvern
virkan dag sex daga vikunnar, eins
166
BLIK