Blik - 01.06.1980, Síða 167
endafélag Vestmannaeyja. Ég hefi
því miður ekki átt þess kost að fá að
lesa fundargjörðabækur stjórnar
þess.
Fyrstu samþykktir þess eru dag-
settar 27. júli 1936 og svo endurnýj-
aðar og auknar 25. febrúar 1938. —
Samkvæmt þeim var tilgangurinn
sagður vera pöntunarstarf fyrir
félagsmenn og búðarrekstur. Þarna
var engin samábyrgð félagsmanna
gagnvart skuldbindingum fyrirtæk-
isins, eins og hún var þá algeng inn-
an kaupfélaga í landinu. Hver lög-
legur félagsmaður skyldi greiða 5
krónur í stofnsjóð, er hann gerðist
félagsmaður. Síðan skyldi 1% af
verzlunarviðskiptum hans leggjast í
varasjóð félagsins og 1% í
stofnsjóð.
Fyrstu stjórn Neytendafélags
Vestmannaeyja skipuðu þessir
menn:
Steingrímur Benediktsson,
kennari, var formaður stjórnar-
innar, og meðstjórnendur Hjálmar
Eiríksson, forstjóri, Herjólfur Guð-
jónsson, verkstjóri, Jóhann
Scheving, bóndi og útgerðarmaður,
og Pétur Lárusson, bóndi.
Fyrstu ár Neytendafélagsins var
Guðlaugur Gíslason, síðar bæjar-
stjóri og svo alþingismaður, fram-
kvæmdastjóri þess. Eftir fá ár var
skipt um framkvæmdastjóra, þegar
hinn fyrsti hafði öðrum mikilvæg-
um hnöppm að hneppa. Síðar mun
héraðsdómslögmaðurinn Jón
Eiríksson hafa tekið sæti í stjórn-
inni. Þá var hann skattstjóri í kaup-
staðnum. Og svo Páll Eyjólfsson,
fyrrv. fiskimatsmaður.
Neytendafélagið festi kaup á
verzlunarhúsi við Bárustíg. Það hús
hafði þá byggt fyrir fáum árum einn
af áberandi kaupmönnum í bæn-
um, Páll Oddgeirsson frá Ofanleiti.
Neytendafélagið rak útibú að
Skólavegi 21, íbúðarhúsi fyrsta
framkvæmdastjóra þess.
Svo liðu 12 ár með forstjóraskipt-
um og vaxandi viðskiptum, að bezt
var vitað, og dágóðri fyrirgreiðslu
Útvegsbankans í bænum um
rekstrarlán og víxlakaup.
Gegnt verzlunarhúsi Neytenda-
félagsins við Bárustíg nr. 7 rak
Kaupfélag verkamanna verzlun
sína, eftir að það hafði lokið við að
byggja verzlunarhúsið, sem Kaup-
félag Eyjabúa hafði hafið byggingu
á, áður en það varð gjaldþrota. (Sjá
Blik 1978, bls. 64)
Hér vísa ég til næsta kafla í skrif-
um þessum um stofnun Kaupfélags
Vestmannaeyja.
10. Kaupfélag Vestmannaeyja.
Síðan eru liðin hart nær 30 ár.
Sú frétt barst um Eyjabyggð, að
tveir starfsmenn Sambands
íslenzkra samvinnufélaga (S.f.S.)
væru staddir í bænum og ynnu að
því að gera upp reikninga Kaup-
félags verkamanna, sem nú yrði
látið hætta öllum verzlunarrekstri,
þar sem það væri gjaldþrota.
Að kvöldi hins 9. okt. 1950 var
dyrabjöllunni hringt að Goðasteini,
BLIK
165