Blik - 01.06.1980, Síða 63
kvæmdastjórastarf af mikilli trú-
mennsku og hyggni. Þegar borið
var saman almennt söluverð á
nefndum vörum í bænum við út-
söluverð Búnaðarfélagsins, var
hagnaður félagsmanna býsna mikill
af samtökum þessum og rekstri.
Einnig hafði Búnaðarfélagið sjálft
nokkurn fjárhagslegan hagnað af
vörusölunni. Þann hagnað notaði
stjórnin til áhaldakaupa. Hún
keypti fyrir þá peninga plóga, herfi,
forardælur, heysnúningsvélar og
svo síðast fullkomna dráttarvél,
með plóg og herfi. Auðvitað
hrukku ekki þessir fjármunir til
allra þessara kaupa, en þeir léttu
þau, og hyggindi og vilji stjórnar-
manna á þessu sviði jók Búnaðar-
félaginu lánstraust og álit. Vita-
skuld naut það einnig lána úr Véla-
kaupasjóði ríkisins til allra þessara
verkfæra- og vélakaupa.
Það var vitað mál, að kaupmönn-
um í bænum var ekki sérlega hlýtt
til vörukaupa og verzlunarreksturs
Búnaðarfélags Vestmannaeyja.
Dag nokkurn lagði Gunnar
Ólafsson kaupmaður og aðaleig-
andi Tangaverzlunarinnar leið sína í
vörusölu Búnaðarfélagsins til þess
að glettast við Hannes bónda og
hafa orðaskipti við hann í
hálfkæringi, en bóndi var jafnan
léttur í máli og viðbúinn öllu. Hann
þekkti líka vel allt sitt heimafólk.
„Láttu mig stíga á vigtina hjá
þér, Hannes bóndi,“ sagði kaup-
maðurinn í gáska sínum og hálf-
kæringi, — glettni blandinni
gremju. — Það var auðsótt mál.
Hannes bóndi notaðist við gamla
svokallaða „desimalvog" með
lóðum. Hún hafði vikið úr einni
verzluninni fyrir nýrri gerð af
vogum, sem gerð var af meiri og
fullkomnari tækni. Þessa gömlu
vog hafði Búnaðarfélagsstjórnin
fengið siðan lánaða til þess að spara
félaginu kostnað við verzlunar-
rekstur sinn.
Hannes bóndi tíndi mörg lóð á
lóðarflöt vogarinnar, því að kaup-
maður var vel í holdum. Loks tókst
að ná jafnvægi. „Já, þetta vissi
ég,“ sagði kaupmaður höstum
rómi. „Vogin þín er vitlaus, og þú
snuðar alla, sem skipta við þig. Það
þyrfti almenningur í bænum að fá
að vita.“ „Þetta hefur mig lengi
grunað," sagði Hannes bóndi, „því
að lóðin eru öll fengin að láni hjá
Tangaverzluninni. Þá þyrfti al-
menningur hér í bæ að fá að vita
það, hvernig hún hefur grætt sína
miklu fjármuni.“ — Þar með tóku
þeir kunningjarnir upp léttara hjal,
og þó ef til vill ekki allt græsku-
laust.
En nú voru tímar mikilla breyt-
inga og jafnvel byltinga á næstu
grösum.
Seinni heimsstyrjöldin hófst
haustið 1939. Meðal annars hófust
þá tímar þrenginga og víðsjálni í
allri verzlun og viðskiptum. Brátt
þrengdi að um allan innflutning til
landsins. Einnig urðu þá öll gjald-
eyrisviðskipti erfiðari.
Búnaðarfélag Vestmannaeyja átti
blik
61