Blik - 01.06.1980, Side 189
1960 kr. 447.576,93. Það ár seldi þó
Kaupfélagið vörur fyrir kr.
8.214.494,19, en dýrtíðin í landinu
fór þá ört vaxandi.
í maílok 1962 lét Einar Árnason
af kaupfélagsstjórastarfinu. Þá
sendi S.Í.S. Kaupfélaginu nýjan
kaupfélgsstjóra, Guðna Björgvin
Guðnason að nafni. Hann hafði
getið sér góðan orðstír í kaupfélags-
stjórastarfi austur á Eskifirði.
Hann var hinn áttundi í röðinni
þessi rúmlega 12 ár, sem Kaupfélag-
ið hafði nú verið starfrækt. — Og
nú var eins og við manninn mælt.
Við fyrstu kynni mín af þessum
manni og starfi hans óx mér traust á
honum og álit. Þess vegna leið ekki
á löngu þar til við í stjórn Spari-
sjóðs Vestmannaeyja komum til
móts við hann miðra garða á við-
skiptasviðinu. Þau viðskipti urðu
síðan mikil.
Undir eins fyrsta árið, sem Guðni
B. Guðnason var kaupfélgsstjóri,
fór hagur Kaupfélagsins stórlega
batnandi. Við árslok 1962 kom ber-
lega í ljós, að hagur Kaupfélagsins
hafði batnað um kr. 250.000,oo og
höfðu þá allar afskriftir átt sér stað.
Að sjálfsögðu átti Einar Árnason
kaupfélagsstjóri sinn þátt í þessum
bætta hag, þar sem Guðni tók ekki
við framkvæmdastjórastarfinu fyrr
en í júní um sumarið.
í nóvembermánuði 1962, keypti
Kaupfélagið smáverzlun, sem rekin
var við Heimagötu í kaupstaðnum.
Það var Verzlunin Fell. Hún var
keypt til þess að létta Austurbæing-
um kaupstaðarins viðskipti við
Kaupfélagið, stytta þeim Ieið í búð
þess. Þetta framtak var mjög vel
séð af Austurbæingum og hlaut
Kaupfélagið að njóta þess.
Áður hafði Kaupfélagið stofnað
til útibús i suðvestanverðum kaup-
staðnum, í húseigninni að Hólagötu
28. Þar hafði Kaupfélagið komið á
stofn kjörbúð með aðstoð Spari-
sjóðsins. Vegna óeðlilegrar vöru-
rýrnunar í kjörbúð þeirri, var henni
breytt síðar í svokallaða „diskbúð“
á gamla vísu. Hvarf þá hin óeðlilega
mikla vörurýrnun.
Árið 1963 varð það að samkomu-
lagi, að Kaupfélagið og Mjólkursam-
salan í Reykjavík keyptu í samein-
ingu íbúðarhúsið Miðey, nr. 33 við
Heimagötu í austanverðum kaup-
staðnum. Ibúðarhúsi þessu fylgdi
stór húslóð. Að því var stefnt, að
fyrirtækin byggðu í sameiningu
verzlunarhús á lóð þessari.
Að sjálfsögðu var Mjólkursam-
sölunni mikil nauðsyn að reka
mjólkurbúð í austanverðum kaup-
staðnum til þess að koma sem mest
og bezt til móts við Austurbæinga í
mjólkurviðskiptunum. — Brátt reis
stórt verzlunarhús á lóð þessari.
Það er húsið nr. 35-37 við Heima-
götu. Mjólkursamsalan átti Vi hluta
og Kaupfélagið 2A hluta byggingar-
innar, sem er tvær hæðir með tveim
íbúðum á efri hæð. Þarna ráku
síðan þessi tvö fyrirtæki verzlun
fram að eldsumbrotunum 1973.
Til þessara byggingarfram-
kvæmda lánaði Sparisjóður Vest-
BLIK
187