Blik - 01.06.1980, Qupperneq 48
London; Jón Gíslason, útgerðar-
maður að Ármótum við Skólaveg.
Strax völdust þarna mætir menn
og dugnaðarforkar til forustu og
létu strax mikið að sér kveða í
erfiðri aðstöðu á ýmsa lund.
Fyrsti formaður Búnaðarfélags
Vestmannaeyja var Guðmundur
verkstjóri í Heiðardal. Ritari fyrstu
búnaðarfélagsstjórnarinnar var Páll
Bjarnason, skólastjóri. Gjaldkeri
stjórnarinnar og samtakanna var
Þorbjörn Guðjónsson, bóndi, og
meðstjórnendurnir: Séra Sigurjón
Þ. Árnason, sóknarprestur, og Jón
Gíslason, útgerðarmaður.
Þannig skiptu stjórnarmennirnir
með sér verkum samkvæmt fimmtu
grein félagslaganna.
Lög Búnaðarfélags Vestmanna-
eyja, eins og þau voru samþykkt á
2. stofnfundi þess 11. nóvember
1924:
1. gr. Félagið heitir Búnaðarfé-
lag Vestmannaeyja.
2. gr. Tilgangur félagsins er að
efla jarðrækt og aðrar framfarir í
landbúnaði í Vestmannaeyjum með
samtökum og aukinni þekkingu í
þeim efnum.
3. gr. Félagsmaður getur hver sá
orðið, karl eða kona, sem vill sinna
viðfangsefnum félagsins. Árstillag
fyrir hvern félagsmann er kr. 10,oo
— tíu krónur, — og greiðist fyrir 1.
júní ár hvert. Reikningar félagsins
skulu gerðir upp fyrir hver áramót.
4. gr. Félagið heldur aðalfund í
janúarmánuði ár hvert. Þá skulu
lagðir fram endurskoðaðir reikn-
ingar fyrir umliðið ár til samþykkt-
ar. Þá er og kosin stjórn félagsins
og tveir endurskoðendur. Aðal-
fundur er lögmætur, ef 2A félags-
manna mæta. Einfaldur meiri hluti
atkvæða ræður úrslitum, nema við
lagabreytingar. Þá þarf 3/5 at-
kvæða. Aukafund skal halda svo
oft, sem stjórn félagsins telur nauð-
synlegt.
5. gr. í stjórn félagsins skal kosin
fimm manna nefnd á hverjum aðal-
fundi. Nefndin skiptir sjálf störfum
með sér og kýs úr sínum hópi for-
mann, ritara og gjaldkera, en tveir
eru meðstjórnendur.
6. gr. Sjóði félagsins skal aðeins
varið til að standast nauðsynlegan
kostnað við rekstur félagsins og
styrkja tilraunir, ef ástæður þykja
til, svo og að afla félaginu nauðsyn-
legra upplýsinga í starfi þess.
Sjóði félagsins má aldrei verja til
neinnar kaupsýslu.
7. gr. Lögum þessum má ekki
breyta nema á aðalfundi og þarf til
þess 3/5 atkvæða þeirra, sem á
fundi eru.
Rammeflda hnúta þurfti að leysa.
Þá er rétt að geta þess, að bún-
aðarfélagsstjórnin naut fyllsta
stuðnings bæjarfógetans í kaup-
staðnum, Kristjáns Linnets, en það
var stjórninni mikill fengur sökum
þess, að nú þurfti að sækja á um
það, að fá mikið ræktunarland á
Heimaey leyst úr leiguböndum
bænda, sem töldu sig hafa þar
óskoraðan rétt á öllu landi sam-
46
BLIK