Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 40
Það er bersýnilegt, að með vax-
andi mannfjölda, muni verða hér
hin mesta mjólkurekla, og er illt til
þess að hugsa, þar sem svo mörg
börn eru. Víst mætti bæta nokkuð
úr mjólkurskortinum með aðkeyptu
fóðri. En það verður varla lag á
þeim fóðurkaupum nema með sam-
tökum.
Garðyrkjan út af fyrir sig er svo
mikils virði, að vegna hennar væru
samtök vel gerandi. Þar er svo
margt, sem betur mætti fara. Getur
það átt bæði við vinnusparnað og
gæði uppskerunnar.
Sumt af því, sem hér er drepið á,
er svo vandasamt viðfangs, að sér-
þekkingu þarf til að koma því vel
fyrir, enda þarf ekki að líða yfir
neinn, þó að fram á það væri farið
að fá hingað búfræðing. Hann ætti
að vera starfsmaður væntanlegs
búnaðarfélags og hafa með sér
nauðsynlegustu áhöld.
Menn munu nú segja, að jarð-
ræktin hérna sé smávægilegt atriði
hjá sjávarútveginum. Því verður þó
ekki neitað, að alltaf er jarðræktin
gagnleg og fögur iðja og drjúg til
lífsframdráttar, þegar annað
bregzt. Hitt er líka, að því meir sem
fólkinu fjölgar, því dýrari verða af-
urðir jarðarinnar og þar með jarða-
bæturnar.
Gott búnaðarfélag ætti að
sameina hugi allra þeirra, sem við
jarðrækt fást á eyjunni, svo að
þeim yrði léttara að inna af hendi
hina sjálfsögðu skyldu sina að skila
landinu fegurra en þeir tóku við
þvi. Vitanlega yrði stjórn félagsins
að vera ötul, en það er á valdi
þeirra, sem félagið stofna, að skipa
stjórnina.
Það varðar mestu að vera sam-
taka...“
Þetta var þá megin þeirrar
greinar, sem Páll ritstjóri birti Eyja-
mönnum 17. nóvember 1917. —
Frómt skal frá sagt. Engir Eyja-
menn sinntu að sinni þessari hvatn-
ingu ritstjórans að stofna til bún-
aðarsamtaka i Vestmannaeyjum.
Þorskaflinn með hinum hraðvax-
andi vélbátaútvegi tók hugi flestra,
svo að fátt annað komst þar að, og
sízt það, sem engan sjáanlegan arð
gaf í aðra hönd á stundinni.
En ritstjórinn lét ekki deigan
síga, þó að hann fengi engu þokað
um stofnun búnaðarfélags í byggð-
inni að svo stöddu. Fleiri greinar
þessa efnis birti hann Eyjamönnum
síðar. Og dropinn holaði steininn.
Skilningur manna á málefninu fór
vaxandi. Hinn harði vetur 1918 átti
ríkan þátt í því.
Ritstjórinn skrifaði í ágúst 1918:
„Mjólkurmálið er að verða Eyjabú-
um áhugamál. Ástæðan er vaxandi
skilningur á þörfum þess að tryggja
börnum næga mjólk og sjúklingurn
holla næringu, hvað sem öðru
líður.“
Staðreyndirnar blöstu við eftir
frostaveturinn mikla 1918: Gras-
leysi um allt land. heyskaparhorfur
mjög slæmar eftir þetta sumar.
Kúm í Eyjum varð því að fækka
til muna. Undanfarin sumur hafði
38
BLIK