Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 147
Báðir bæjartogararnir munu
hafa kostað um 6 milljónir króna.
Af kaupverðinu mun ríkissjóður
hafa lánað V* eða nálægt því, en
bænum var gert að skyldu að greiða
einhvern veginn !4 af andvirði skip-
anna. Ekki hefi ég átt þess kost að
kynna mér, hvernig bæjarstjórninni
tókst að útvega það fé.
Bæjartogarinn Elliðaey flaut inn
á Vestmannaeyjahöfn 8. sept. 1947.
Þá hélt bæjarstjórn veglega veizlu
og almenningur var í hátíðarskapi
yfir því, að svo stórvægileg og af-
kastamikil framleiðslutæki voru
keypt til bæjarins.
Blaðamaður í Eyjum skrifaði:
„Einu verður ekki gengið fram hjá
að minnast á í sambandi við þessi
hátíðarhöld, og það var hin al-
menna þátttaka bæjarbúa í þeim og
gleði fólksins yfir, að jafn glæsilegt
skip sem Elliðaey skyldi eiga að
verða gert út frá Vestmannaeyjum.“
— Þessi orð blaðamannsins voru
dagsönn.
Hinn 14. marz 1948 kom seinni
togari Bæjarútgerðarinnar, Bjarn-
arey, til Vestmannaeyja. Þá gaf að
lesa í einu Eyjablaðinu: „Kaup
hinna tveggja nýju og fullkomnu
botnvörpunga marka tímamót í út-
gerðarsögu Eyjamanna. Báðir
Bæjartogararnir jafngilda æðistór-
um bátaflota." Svo var nú það.
Fyrsta útgerðarárið virtist togara-
útgerðin ganga bærilega, og Eyja-
búar voru í háum himni yfir öllum
þessum glæsileik fyrirtækisins, og
gróðinn, maður lifandi, hann var
ekkert smáræði! Hinir grunn-
hyggnustu létu sér koma til hugar,
að hætt yrði að leggja á útsvör í
bænum! Allt flyti fram á togara-
gróðanum! Og forstjórinn og allir
hinir, sem næstir stóðu aflanum og
allri árgæzkunni, gerðu vissulega
ekki of lítið úr giftunni og genginu,
sem sveif þar yfir öllum vötnum.
Útgerðin þoldi meira að segja, að
slegið væri slöku við allt nostur og
allan nánasarskap í viðskiptum við
svo arðvænlegt fyrirtæki! Og þó
svo hefði verið, að margur matar-
bitinn í ýmsum myndum hrykki frá
skipseldhúsinu eða kostkaupunum,
þá sá þar vissulega ekki högg á
vatni, þar sem gróðinn var svo
gegndarlaus á þessum risavöxnu
framleiðslutækjum! Já, hér var yfir
að gleðjast, og það stórkostlega, því
að afli skipanna var verulega mikill
fyrst í stað og fyrstu árin. Ekki varð
annað sagt.
Þegar svo upp voru gerðir reikn-
ingarnir, kom ýmislegt í ljós, sem
ástæður voru til að velta vöngum
yfir. Hvað var það þá? Það var
vissulega ekki mikið! Aðeins nokk-
urra milljóna tap á rekstrinum. —
Og undan fæti hallaði æ meir og
meir. Bæjarsjóður Vestmannaeyja
var að verða öreigi. Eyjabúar voru
að verða öreigalýður og þurfalingar
ríkisins. Þessu trúðu þeir ekki
sjálfir, margir hverjir. Ýmsir töldu
það glæp að halda slíku fram. Og
svo var það orðið „prinsippmál“
þeirra, sem trúðu á opinberan
rekstur í einu og öllu, að bærinn
BLIK 10
145