Blik - 01.06.1980, Blaðsíða 185
í stjórn Kaupfélagsins ekki kost á
sér i stjórnina lengur. Þá fannst
honum víst nóg að gert undir hatti
þeim, er hann hafði kosið félaginu
sumarið 1956, þegar ég var ekki
heima, enda urðu þá átök mikil
með stjórnarmönnum varðandi
starfsmenn í búðum samtakanna.
Þegar fréttist um hinn bága fjár-
hag Kaupfélagsins, tóku kunnir
andstæðingar samvinnusamtak-
anna í bænum til að kasta á milli sín
þessum orðum, sem kunn urðu þar
með almenningi: „Sambandið
borgar. Sambandið borgar.“ — Og
svo hlakkaði í þeim görnin. Sumir
stjórnarmenn Kaupfélagsins urðu
ástmegir viss flokks í bænum í
vissum skilningi. í gremju okkar og
beiskju þótti okkur samvinnu-
mönnum verst, að afleiðingar mis-
takanna og þvermóðskunnar bitn-
uðu ekki á forstjóranum V.Þ., því
að hann hvarf frá forstjórastarfinu
1. jan. 1955 og gerðist þá banka-
stjóri sjálfs þjóðbankans.
En nú skulum við láta sjálfa
fundargjörðabók kaupfélagsstjórn-
arinnar seg|a frá.
Öðrum ástmegi forstjórans, fyrr-
verandi stjórnarmanni Neytendafél-
agsins sálaða, hafði tekizt að fá
þrjú börn sín ráðin til starfa í
búðum Kaupfélagsins. Þegar svo
kaupfélagsstjórinn lét ekki sjá sig
vikum saman, — dvaldist erlendis
við yl og yndi, var rætt um það í
kaupfélagsstjórninni, að sjálfsagt
væri að ráða nýjan kaupfélags-
stjóra. Þá sóttu fyrrverandi
stjórnarmenn Neytendafélagsins
mjög fast, að sonur annars þeirra
yrði ráðinn kaupfélagsstjóri K.F.V.
Það gat meiri hluti kaupfélags-
stjórnarinnar ekki fallizt á eða sam-
þykkt. Þá söfnuðu fyrrv. Neytenda-
félagsmenn og gamlir andstæðingar
Sambandsins undirskriftum meðal
starfsfólks Kaupfélagsins, þar sem
skorað var á stjórnina að ráða
soninn kaupfélagsstjóra. Hótað var
uppsögnum ella. Þegar meiri hluti
stjórnarinnar lét sér samt ekki
segjast um ráðningu sonarins, hvarf
nokkur hluti fólksins frá störfum í
Kaupfélaginu og hóf önnur störf.
Þannig logaði allt i ófriði og eigin-
hagsmunastreitu innan þessarar
stofnunar.
Fjárhagsstaða Kaupfélagsins var
nú lakari en nokkru sinni fyrr. Það
vissi almenningur í bænum. Og enn
var hrópað með gleðibragði: „Sam-
bandið borgar. Sambandið
borgar.“
Hinir tveir ástmegir forstjórans,
eins og fyndinn náungi kallaði hina
tvo fyrrverandi stjórnarmenn Neyt-
endafélagsins, létu nú bóka vítur á
meiri hluta kaupfélagsstjórnarinnar
fyrir að hafna syni kaupfélags-
stjórnarmannsins í kaupfélags-
stjórastöðuna.
Við, sem stóðum utan við þessi
átök öll en skiptum samt einlæglega
við Kaupfélagið, — við hinir út-
skúfuðu samvinnumenn, — fund-
um til þessarar niðurlægingar og
allra þeirra sálarlegu vankanta, sem
við höfðum kynnzt í þessu félags-
BLIK
183