Blik - 01.06.1980, Side 45
eiga eina belju og áttunda part í bát,
Þótt hann sé allur í skuld, þá þykj-
ast þeir vera kapitalistar og sjálfum
sér nógir og finnst það hinn mesti
óþarfi að hafa samtök við þá, sem
líkt er ástatt fyrir. Þess vegna byggir
hver sér fjós og hlöðu fyrir sína
eigin belju, og er þessum stórhýsum
dreift um allan bæ til skrauts og
prýði. Á sumrin rekur hver og einn
sér sína einu belju suður fyrir Fell
eða inn í Dal og sækir hana aftur að
kvöldi.
Bændurnir fyrir ofan hraun rorra
hver með sína mjólk daglega niður í
bæinn og flytja hana heim í húsin til
kaupendanna. Niðurstaðan af þessu
samtakaleysi er sú, að það fer heilt
dagsverk í það að þjóna einni eða
tveimur beljum, nema á stærri bú-
unum. Með þessu verður mjólkur-
framleiðslan óeðlilega dýr og lendir
það bæði á kaupanda og seljanda.
Mjólkurframleiðendur hér fá hærra
verð fyrir mjólk sína en nokkurir
aðrir bændur á landinu, en eru samt
engu betur staddir, því að kostnað-
urinn á hverja kú er hærri hér en
nokkurs staðar annars staðar.
Þrátt fyrir hátt mjólkurverð,
hafa kaupendur enga tryggingu
fyrir því að fá góða og ósvikna vöru
fyrir peninga sína aðra en þá, sem
felst í persónulegu trausti á seljand-
anum. Hér er ekkert eftirlit með
sölu mjólkur eða annarra matvæla,
því að heilbrigðisnefnd, sem þetta
heyrir undir, virðist skoða sig sjálfa
frekar til stáss en til starfs, og er þó
vissulega til hennar vandað, þar sem
tveir helztu embættismennirnir í
bænum eiga sæti í henni. Auk þess
hefur bærinn fastráðinn heilbrigðis-
fulltrúa, sem aðallega á að lita eftir
því, að ákvæðum heilbrigðisreglu-
gerðarinnar sé fylgt, en hann
kvartar jafnaðarlega undan því, að
hann fái enga áheyrn hjá nefndinni
með kærur sínar.
Þar sem seld er mjólk úr 200-300
kúm án þess að nokkurt opinbert
eftirlit sé haft með kúnum, fjósun-
um eða meðferð mjólkurinnar, þá
gefur það að skilja, að almenningur
á það á hættu, að mjólkin geti verið
úr berklaveikum kúm eða smituð af
berklum á heimili mjólkurframleið-
endanna, ennfremur að hún geti
verið svikin, óhrein eða á annan
hátt ekki sæmileg vara. Ég segi
þetta ekki til þess að vekja tor-
tryggni á neinum þeim, sem hér eiga
hlut að máli, því að skoðun mín er
sú, að á þessu beri miklu minna en
við mætti búast, heldur til að benda
á þá hættu, sem ekkert er gert til að
afstýra.
Hin mörgu smáfjós með tilheyr-
andi haugum um allan bæ, eru
mesta óhæfa. Að réttu lagi væri
mátulegt að hafa hér aðeins tvö fjós
fyrir 150-200 kýr hvort, annað
austur á Kirkjubæ en hitt fyrir ofan
Hraun, og 2-3 mjólkurútsölustaði
niðri í bænum. Þetta fyrirkomulag
væri, þegar til lengdar léti, ódýrara
en hið núverandi og gæfi auk þess
fullkomna tryggingu fyrir góðri og
heilnæmri mjólk. Með því móti
væri einnig hægt að koma við nauð-
blik
43