Hugur - 01.01.2015, Side 9

Hugur - 01.01.2015, Side 9
 Í minningu Páls 9 við illvígan sjúkdóm með hugfró heimspekinnar, en það er klassískt viðhorf að heimspeki leggi líkn við þrautir manna. Við vinir hans höfum með aðdáun fylgst með því hvernig hann hóf sig yfir hlutskipti hins fársjúka manns með heimspeki- iðkun, skrifum og rökræðum. Með þessum hætti lifði Páll þá meginhugmynd til- vistarheimspekinnar, sem hann aðhylltist frá unga aldri, að blákaldar staðreyndir ákvarða aldrei merkingu aðstæðnanna. Í handritinu að nýju bókinni, Merking og tilgangur, sem Páll var að vinna að þegar hann lést, skrifar hann: „Tilvistin er aldrei fullmótuð, heldur stendur andspænis óvissu, endanleika sínum, dauðanum og spyr endalaust um merkingu og tilgang sem hún svarar með ákvörðunum sínum og vali.“4 Hér leggur Páll áherslu á að með ákvörðunum sínum og vali gæðir einstaklingurinn aðstæður sínar merkingu sem hann ber sjálfur ábyrgð á. Fyrir vikið lifa menn sambærilegt hlutskipti oft með gerólíkum hætti, gefa því ólíka þýðingu með viðbrögðum sín- um. Þó er afar mikilvægt að hafa í huga að aðstæður fólks eru ólíkar og Páll var svo lánsamur að Auður eiginkona hans studdi hann af ástríki. Auður gerði honum kleift að helga sig hugmyndavinnu og ritstörfum – tók raunar virkan þátt í þeim. Þau áttu langt og farsælt hjónaband og Páll naut þess að eiga samhenta fjölskyldu. Hann leit svo á að fjölskyldan hefði haft mest áhrif á hamingju sína, enda væri lífshamingjan öðru fremur fólgin í því að deila lífinu með góðu fólki og mynda traust tengsl við vini sína. Í huga Páls var það verkefni að takast á við fjarstæðuna fjarri því takmarkað við þá ábyrgð að gæða persónulegt líf sitt merkingu og tilgangi. Öðru nær: Segja má að þessi ábyrgðarhugsun hafi einkennt allt hans lífsstarf og hann var stöðugt með hugann við að koma heimspekilegum hugsjónum í framkvæmd. Leiðarstefið í hugsun hans sem háskólarektors var krafan um að nýta þekkinguna til góðs fyrir samfélagið. Ein meginforsenda þess í hans huga var að gera sér skýra grein fyrir gæðum lífsins og móta hugsunarhátt og samræðusiði sem taka mið af þeim. Sjálf- ur hafði Páll unun af samræðum um þessi efni og var óþreytandi í viðleitninni til að virkja aðra til umhugsunar um þau. Menn voru vitaskuld mismóttækilegir fyrir því eins og gengur. Páll sagði mér einu sinni skondna sögu um samtal sem hann átti við rektor við bandarískan háskóla sem hann heimsótti. Þar sem þeir stóðu hátt og horfðu yfir háskólasvæðið spurði Páll þennan kollega sinn hvað væri í hans huga brýnasta verkefnið sem hann stæði frammi fyrir. Ekki stóð á svarinu: Að fjölga bílastæðum. Sjálfur hafði Páll öllu háleitari hugmyndir um verkefni háskóla samtímans eins og skrif hans bera glöggt vitni. Páll hafði unun af því að fílósófera en sú ástríða hans kom sannarlega ekki niður á hæfni hans sem stjórnanda. Hann sóttist eftir stjórnunarstörfum og var rómaður fyrir stjórnvisku sína og stjórnlist. Eftir að hann lét af störfum sem rekt- or Háskóla Íslands var hann eftirsóttur ráðgjafi erlendis. Í hlutverki stjórnandans nutu dómgreind hans og mannkostir sín einkar vel. Sjálfur dáðist ég oft að því hvernig Páll hélt stillingu sinni við erfiðar aðstæður og ófrávíkjanlega sýndi hann viðmælendum sínum kurteisi og virðingu. Hann hafði næmt sálrænt innsæi og 4 Páll Skúlason 2015a: 70. Hugur 2015-5.indd 9 5/10/2016 6:44:53 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.