Hugur - 01.01.2015, Side 10

Hugur - 01.01.2015, Side 10
10 Vilhjálmur Árnason honum var einkar lagið að mæta fólki þar sem það var statt. Þetta virtist vera honum eiginlegt og hélst í hendur við þann kost sem ég mat hvað mest í fari hans: Páll var laus við allt yfirlæti. Hann sýndi öllum áhuga og kom fram við þá eins og jafningja. Þetta átti líka við um börn. Hann lagði ríka áherslu á að börn væru skynsemisverur og rækta þyrfti með þeim rökræðuhæfileikann frá fyrstu tíð. Meðal þess allra síðasta sem hann skrifaði voru drög að heimspeki handa barnabörnunum. Mér virðist að yfirlætislaus framkoma Páls endurspeglist í þeirri afstöðu hans að heimspekileg yfirvegun sé sprottin af hugsun sem finna má meðal fólks á vett- vangi hversdagsins. Þetta kann að vera ein meginástæða þess hve Páli var mikið í mun að rækta jarðveginn fyrir almenna heimspeki og breiða út fagnaðarerindið fyrir almenning. Í formálsorðum að Pælingum III, sem hann gekk frá til prentunar skömmu fyrir andlát sitt, skrifar hann: „[Ég] hlýt … að játa að ein ástríða hefur stundum tekið af mér völdin, en hún er sú að prédika eða flytja tiltekinn boðskap. Ég á ekki við að ég sé að boða ákveðna trú eða skoðun. Að vísu er ein sannfæring sem yfirgefur mig seint eða aldrei: Fólk á að leggja rækt við hugsunina, bæði eigin og annarra. Við þurfum að temja okkur að hugsa saman, þá förum við að tala saman og taka vonandi góðar ákvarðanir saman.“5 Það hefur að mörgu leyti verið gæfa íslenskrar heimspeki hve náin tengsl hún hefur myndað við samfélagið og í því verkefni hefur Páll Skúlason sannarlega verið í fararbroddi. Páll var einstaklega hrifnæmur heimspekingur og sú stefna sem hugsun hans tók gat ráðist af síðasta viðmælanda, þótt úrvinnslan væri alltaf skapandi og í samræmi við meginstef í heimspeki hans sjálfs. Hann hafði jafnan þann hátt á þegar hann var að semja að senda drög til vina og leita eftir afstöðu þeirra og athugasemdum. Hann ráðfærði sig líka mikið við aðra um ákvarðanir. Í því tilliti kom sér oft vel hve fljótur hann var að tileinka sér nýjustu samskiptatækni og þótti honum afleitt ef vinir hans voru ekki græjuvæddir með sama hætti ef ná þurfti til þeirra. Sjálfur var hann vandaður yfirlesari, örlátur á hugmyndir og einstaklega ráðagóður. Örlæti hans birtist líka með ýmsum öðrum hætti, svo sem í mikilli ræktarsemi við vini sína. Hann var hlýr maður í samskiptum og hef ég heyrt marga nemendur minnast þessa eiginleika í fari hans jafnframt þeim áhrifum sem hann hafði á hugsun þeirra og hugmyndaheim. Það var ein grund- vallarafstaða Páls í menntamálum að stuðla eigi að því að nemendum líði vel í skólanum og það ræðst ekki síst af viðmóti kennara. Skólar eiga að vera skjól fyrir uppbyggilega hugsun og samskipti. Í forspjalli að bókinni Í skjóli heimspekinnar skrifar Páll að í þessum heimi sé „hvergi að finna fullkomið skjól fyrir þeim mörgu og misjöfnu vindum sem um veröldina leika“.6 Þegar Páll skrifar á þessum nótum hefur hann ekki einungis í huga skjól gagnvart manngerðu böli og ofbeldi heldur líka öflum náttúrunnar sem umlykja okkur og ógna öryggiskennd okkar. Náttúran varð smám saman fyrirferðarmeiri í heimspeki Páls og hefur þar tvíbenta stöðu: Annars vegar er hún ótæmandi uppspretta gilda og verðmæta og hins vegar ógn við sjálfa tilvist okkar. 5 Páll Skúlason 2015: 7. 6 Páll Skúlason 1995: 7. Hugur 2015-5.indd 10 5/10/2016 6:44:53 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.