Hugur - 01.01.2015, Page 17

Hugur - 01.01.2015, Page 17
 Hugtökin búa í hjarta okkar 17 frá mannlegri hugsun. Um leið og ég segi þetta er ég ekki að gera lítið úr vís- indalegum skýringum eða vísindalegri þekkingu á efnisveruleikanum, en vandinn er sá að mínum dómi, að alltof margir vísindamenn sjá ekki viðfangsefni sín í samhengi við þann veruleika sem heimspekin hjálpar okkur til að skýra og skilja. Sem dæmi um þetta má nefna ýmis dæmi um afbrigði af þróunarhyggju þar sem vísindamennirnir virðast ekki átta sig á því að tilgangsskýringar eru nauðsynlegar til þess að geta áttað sig á fjölmörgu sem er að gerast á jörðinni, ekki síst í sam- bandi við myndun búsvæða fyrir hinar ýmsu lífverur. Ef við víkjum aftur að þessum hugmyndum um gerð alheimsins og vitinu í alheiminum sem þú varst að ræða um áðan, hvernig gerir þú sjálfur upp á milli þessara hugmynda? Ég tel að við þurfum að þróa heimspekilega kenningu um heiminn þar sem reynir bæði á verufræði og siðfræði og býsna flóknar hugtakalegar greiningar. Sem dæmi um frumspekilega kenningu sem ég tel ranga og raunar hættulega er nauðhyggja. Ég er sannfærður um að heimurinn lýtur ekki algjörlega föstum lögmálum eða dansar ekki eftir vélrænni klukku. Í heiminum eiga sér stað tilviljanir, það eiga sér stað hugsanir sem enginn hefur hugsað áður, það á sér stað sannleikur, það gerist eitthvað sem aldrei hefur gerst áður sem breytir heiminum. Öll viðhorf okkar hvað þetta varðar geta skipt sköpum gagnvart því hvernig við tökum ábyrgð á gerðum okkar og skipuleggjum líf okkar bæði pólitískt og siðferðilega. Þarna held ég að því miður þá vaði uppi í heiminum, og hafi gert alla tíð, alls kyns ranghugmyndir um það hvernig við skipuleggjum best okkar líf og þarna held ég því fram staðfastlega að heimspekileg greining hugtaka sé eitt mikilvægasta verkfæri okkar til að reyna að ná áttum og setja stefnuna þangað sem hún á að vera, sem er að sjálfsögðu til hins eina, sem gefur stefnuna, tilgangurinn er það sem öllu máli skiptir. Þú segir einhvers staðar að við höfum djúpstæða tilhneigingu til að horfa fram hjá því að við erum í sambandi við heiminn og okkur sjálf gegnum hugmyndir, hugtök og hugsanir. Er þetta eitt af því sem er á bak við þessa grunnhugsun hjá þér um mikilvægi hins eina og mikilvægi þess að hugsa um tilganginn, að þessi hugtök hjálpi okkur að sjá vitið í okkar eigin lífi og að taka ákvarðanir? Ég skil andlegan veruleika sem heild hugsana, hugmynda, hugtaka og alls hins huglæga, ímyndana og þar fram eftir götunum, alls kyns fantasíur, ævintýri, allt þetta er hluti af þessum huglæga, andlega veruleika. Þannig lít ég á sjálfan mig sem hughyggjumann, ég hafna efnishyggjunni ekki í þeim skilningi að ég hafni efninu. Ég lít á mig sjálfan og ég lít á okkur sjálf sem andlegar, efnislegar, líkam- legar verur í senn, óaðgreinanlegar í þeirri merkingu að ég get ekki skilið hugann, hugmyndirnar eða hugsanirnar frá líkamanum. Ég er minn eigin líkami um leið og ég er þessi hugsandi vera í líkama mínum, þannig að ég er eindreginn ein- hyggjumaður hvað varðar bæði okkur sjálf og veruleikann að vissu leyti í heild sinni. Meginkjarninn í því sem ég vildi benda á hér er, og nú kunna margir að verða ósammála mér um þetta, að ég sé ekki að efnið skýri nokkurn skapaðan hlut og mér finnst eiginlega að sú hugmynd að efnið geti af sér andann vera fáránleg. Hugur 2015-5.indd 17 5/10/2016 6:44:56 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.