Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 17
Hugtökin búa í hjarta okkar 17
frá mannlegri hugsun. Um leið og ég segi þetta er ég ekki að gera lítið úr vís-
indalegum skýringum eða vísindalegri þekkingu á efnisveruleikanum, en vandinn
er sá að mínum dómi, að alltof margir vísindamenn sjá ekki viðfangsefni sín í
samhengi við þann veruleika sem heimspekin hjálpar okkur til að skýra og skilja.
Sem dæmi um þetta má nefna ýmis dæmi um afbrigði af þróunarhyggju þar sem
vísindamennirnir virðast ekki átta sig á því að tilgangsskýringar eru nauðsynlegar
til þess að geta áttað sig á fjölmörgu sem er að gerast á jörðinni, ekki síst í sam-
bandi við myndun búsvæða fyrir hinar ýmsu lífverur.
Ef við víkjum aftur að þessum hugmyndum um gerð alheimsins og vitinu í alheiminum
sem þú varst að ræða um áðan, hvernig gerir þú sjálfur upp á milli þessara hugmynda?
Ég tel að við þurfum að þróa heimspekilega kenningu um heiminn þar sem reynir
bæði á verufræði og siðfræði og býsna flóknar hugtakalegar greiningar. Sem dæmi
um frumspekilega kenningu sem ég tel ranga og raunar hættulega er nauðhyggja.
Ég er sannfærður um að heimurinn lýtur ekki algjörlega föstum lögmálum eða
dansar ekki eftir vélrænni klukku. Í heiminum eiga sér stað tilviljanir, það eiga
sér stað hugsanir sem enginn hefur hugsað áður, það á sér stað sannleikur, það
gerist eitthvað sem aldrei hefur gerst áður sem breytir heiminum. Öll viðhorf
okkar hvað þetta varðar geta skipt sköpum gagnvart því hvernig við tökum ábyrgð
á gerðum okkar og skipuleggjum líf okkar bæði pólitískt og siðferðilega. Þarna
held ég að því miður þá vaði uppi í heiminum, og hafi gert alla tíð, alls kyns
ranghugmyndir um það hvernig við skipuleggjum best okkar líf og þarna held
ég því fram staðfastlega að heimspekileg greining hugtaka sé eitt mikilvægasta
verkfæri okkar til að reyna að ná áttum og setja stefnuna þangað sem hún á að
vera, sem er að sjálfsögðu til hins eina, sem gefur stefnuna, tilgangurinn er það
sem öllu máli skiptir.
Þú segir einhvers staðar að við höfum djúpstæða tilhneigingu til að horfa fram hjá
því að við erum í sambandi við heiminn og okkur sjálf gegnum hugmyndir, hugtök og
hugsanir. Er þetta eitt af því sem er á bak við þessa grunnhugsun hjá þér um mikilvægi
hins eina og mikilvægi þess að hugsa um tilganginn, að þessi hugtök hjálpi okkur að sjá
vitið í okkar eigin lífi og að taka ákvarðanir?
Ég skil andlegan veruleika sem heild hugsana, hugmynda, hugtaka og alls hins
huglæga, ímyndana og þar fram eftir götunum, alls kyns fantasíur, ævintýri, allt
þetta er hluti af þessum huglæga, andlega veruleika. Þannig lít ég á sjálfan mig
sem hughyggjumann, ég hafna efnishyggjunni ekki í þeim skilningi að ég hafni
efninu. Ég lít á mig sjálfan og ég lít á okkur sjálf sem andlegar, efnislegar, líkam-
legar verur í senn, óaðgreinanlegar í þeirri merkingu að ég get ekki skilið hugann,
hugmyndirnar eða hugsanirnar frá líkamanum. Ég er minn eigin líkami um leið
og ég er þessi hugsandi vera í líkama mínum, þannig að ég er eindreginn ein-
hyggjumaður hvað varðar bæði okkur sjálf og veruleikann að vissu leyti í heild
sinni. Meginkjarninn í því sem ég vildi benda á hér er, og nú kunna margir að
verða ósammála mér um þetta, að ég sé ekki að efnið skýri nokkurn skapaðan hlut
og mér finnst eiginlega að sú hugmynd að efnið geti af sér andann vera fáránleg.
Hugur 2015-5.indd 17 5/10/2016 6:44:56 AM