Hugur - 01.01.2015, Síða 39

Hugur - 01.01.2015, Síða 39
 Hugtökin búa í hjarta okkar 39 þegar það hefur gert eitthvað virkilega gott og hefur fengið viðurkenningar. En ég held að það sé eitthvað ennþá mikilvægara í lífi okkar flestra en bara þessi ánægja sem við viljum öll njóta. Það er þessi lífsgleði sem maður finnur hjá mörgum sem eru skapandi. Þessi lífsgleði er líka oft mjög erfið, það er að segja að líf margra sem eru skapandi er enginn dans á rósum. Síðan er það viðhorf sem ég myndi enda á og tel að sé langfarsælast fyrir okkur að tileinka okkur, en það er að líta á hamingjuna sem farsæld og líta svo á að það sé það sem við eigum að vinna að fyrir sjálf okkur og stuðla að hjá öðrum. Að hamingjan sé þá það að rækja vel hlutverk sitt í lífinu og gera skyldu sína o.s.frv.? Já, í megindráttum er það það. Hins getur maður líka mætavel skilið, eða ég skil það vel, að það er til fólk sem vill ekkert verða hamingjusamt í þessum skilningi. Aristóteles hélt að allir vildu verða hamingjusamir og hamingjan væri það sem allir þráðu sem allra mest. Það er eiginlega innbyggt í siðfræði Aristótelesar að allir stefni að hamingjunni. Þarna held ég því miður að honum skjátlist og að mjög margir hafi ekki áhuga á hamingju, það sé ekki hamingjan sem gefi lífi þeirra gildi. Hvað segir þú um þetta, Jón? Hverju í ósköpunum hafa þeir þá áhuga á? Að hverju stefna þeir? Það er að skapa eitthvað nýtt, gera eitthvað sem aldrei hefur verið gert áður, það er að vekja athygli heimsins fyrir eitthvað. Sumir þrá alltaf og eru haldnir óstöðvandi löngun í að freista gæfunnar, svo við tökum spilafíkn sem dæmi, sem er afskaplega heimskulegt athæfi. Það merkilega er að fólk veit það, en hagar sér óskynsamlega. Þarna komum við aftur að skynseminni og tengslum hennar við hamingjuna. Þannig að þú mundir þá hafna því að þetta fólk sem þú nefnir, það væri að gera það sem það gerir af því það telur að það verði hamingjusamt út af því, misskilur það hamingjuna? Það er hugsanlegt að það misskilji hamingjuna, að það geri sér ranghugmyndir um hana, ég held að það sé langalgengast. Það eru endalausar sjálfsblekkingar varðandi ánægjuna, hvað það er sem gerir okkur ánægð eða veitir okkur vellíðan, alls konar tegundir af vellíðan sem fólk getur sóst eftir sem getur verið skaðleg. Ég held að þetta sé mjög algengt. Svo held ég líka að það sé til fólk sem blæs á hamingjuna, sem skilur um hvað málið snýst, sem segir að það sé enginn loka- tilgangur í lífinu sem við eigum að stefna að. Það hafnar þessum lokatilgangi, og segir að það sé ákvörðun hvers og eins hvernig hann vill lifa sínu lífi og hamingjan sé ekki eitt af því sem það sé að sækjast eftir. Það vill lifa spennandi, áhættusömu lífi, ekki endilega lífi sem gefur því hamingju. En það gefur því eitthvað sem því finnst máli skipta. Þannig að það er greinarmunur á að leita hamingju og að leita tilgangs í lífinu? Þú hefur lagt fyrir mig of erfiða spurningu núna því að tilgangur lífsins sam- kvæmt Aristótelesi er farsældin, eða hann gengur að því vísu. En eins og ég skil orðið tilgangur eða nota það, þá sérstaklega í nýju bókinni, Merking og tilgangur, Hugur 2015-5.indd 39 5/10/2016 6:45:04 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.