Hugur - 01.01.2015, Síða 40

Hugur - 01.01.2015, Síða 40
40 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason þá er tilgangurinn það sem gefur hugsun okkar ákveðna festu í lífinu. Segjum að einhver maður hafni hamingjunni, þá getur hann gefið lífi sínu ákveðinn tilgang sem er fyrir hann það sem máli skiptir, en er sem sé eitthvað sem er fyrst og fremst persónulegt, hans mál. Slíkur einstaklingur getur verið algerlega á skjön við samborgara sína, því hann sér tilganginn með lífi sínu og lífinu almennt með öðrum hætti en annað fólk. Ef við víkjum aftur að gagnrýni sem þú hefur fengið þá hefur líka verið sagt að t.d. þessi greining þín á hamingjunni passi ekkert endilega við annars konar greiningar sem þú hefur gert, t.d. á ólíkum tegundum gæða, hvernig mundir þú svara því? Þarna eru menn einfaldlega að slá saman ólíkum tegundum af greiningum sem ég hef gert og ég hef t.a.m. ekki gert tilraun til að tengja saman kenningu mína um andlegu gæðin og siðferðilegu gæðin og hamingjukenninguna eða kenninguna um tilgang lífsins. Þessar greiningar eru sjálfstæðar og einn liðurinn í fyrsta kafl- anum í bókinni Merking og tilgangur, þar sem ég er að veita yfirlit yfir hin ólíku efni sem ég er að fást við, er tilraun til þess að gera fólki grein fyrir því að þarna er um ólíkar tegundir af greiningum að ræða sem ekki á að rugla saman. Mér finnst þessi gagnrýni því vera út í hött, hún tengist ekki efninu, hún er ekki málefnaleg. Hins vegar er hugsanlega spennandi að reyna að tengja þær saman, en mér er oft meira í mun að ná vel utan um afmarkað hugtak og hafa það sér, menn geta lesið um það í einni eða tveimur greinum eftir mig og látið það duga, það getur vonandi hjálpað þeim að hugsa um þetta efni, en ekki endilega að reyna að vera með einhvers konar greiningu á milli mjög margra ólíkra efna í einu. Þú mundir þá ekki án fyrirvara tengja greiningu þína á gildum í veraldleg gildi, andleg gildi og siðferðileg gildi beint við greiningu þína á hamingjunni; það þyrfti að leggjast í dýpri vinnu til að tengja þessar greiningar saman? Ég held að það sé alveg hárrétt að það þyrfti að gera það. Ég hef ekki gert það beint. Hins vegar blasir við að það eru auðvitað margs konar tengingar mögulegar þarna sem tengjast ekki síst dygðum og löstum sem tengjast mjög hamingjunni. Fólk sem er reiðigjarnt, kærulaust eða kann sér ekki hóf eða er á einhvern hátt taumlaust, lendir oft í vandræðum með líf sitt og það stafar þá meðal annars af því að gildismat þess er ekki alveg í lagi. Það hefur ekki áttað sig á því hvað ill meðferð verðmæta getur verið spillandi. Þetta gildir um öll verðmæti, að við get- um misnotað þau. Peningar eru hættulegustu verðmæti í heimi og stórhættuleg, vegna þess að það eru svo margir sem ekki kunna að fara með peninga. Nú er það eitt af okkar stóru vandamálum að við virðumst ekki kunna að reka fjármálakerfi fyrir heiminn. Við erum þar í hinu mesta basli, en svo erum við með alls konar öfgar í gildismati, til dæmis í tengslum við íþróttirnar og iðkun þeirra sem getur haft afskaplega mikilvægt uppeldislegt og þroskandi gildi fyrir fólk, en er líka iðulega verulega spillandi eins og ótal dæmi sýna. Þar hef ég meðal annars í huga hvernig íþróttamenn hafa misnotað lyf og annað og orðið til að stórspilla heilu greinunum. Mér dettur í hug að taka miklu flóknara dæmi sem varðar siðferðisgæði. Ein Hugur 2015-5.indd 40 5/10/2016 6:45:04 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.