Hugur - 01.01.2015, Síða 45

Hugur - 01.01.2015, Síða 45
 Samþætting eigin líkama 45 tungumál, og jafnvel sérstakt tungumál, þannig að tónbrigði tilvistarinnar finna í ljóðrænunni leið til þess að verða eilíf í stað þess að leysast upp á augnabliki tján- ingarinnar. En jafnvel þótt ljóðið sé óháð látbragðinu sem við getum ekki verið án er það ekki óháð allri efnislegri undirstöðu og ef það væri ekki nákvæmlega varð- veitt sem texti myndi það glatast og ekki verða kallað fram aftur. Merking þess er ekki handahófskennd og dvelur ekki á himinhvolfi hugmyndanna: Hún er læst í orð á viðkvæmri blaðsíðu. Í þeim skilningi er ljóðið til sem hlutur, eins og sérhvert listaverk, og lifir ekki að eilífu eins og sannleikur gerir. Í tilviki skáldsögunnar er það svo að enda þótt draga megi sögufléttuna saman og „hugsun“ rithöfundarins bjóði upp á sértæka tjáningu í orðum, er þessi hugtakalega merking dregin út úr víðtækari merkingu, eins og persónulýsing er leidd af raunverulegri birtingar- mynd andlits persónunnar. Verkefni skáldsagnahöfundarins er ekki að setja fram hugmyndir eða greina skapgerðir, öllu heldur er það fólgið í því að draga upp mynd af sam-mannlegum atburði, leyfa honum að þroskast og springa út án skýr- inga af hugmyndafræðilegum toga, þannig að sérhver breyting í frásögninni eða í vali á sjónarhornum myndi breyta skáldsögulegri merkingu atburðarins. Skáldsaga, ljóð, málverk eða tónverk eru einstaklingar, það er, verur af því tagi að tjáning þeirra verður ekki skilin frá því sem á að tjá, merking þeirra er aðeins aðgengileg með beinum hætti og þær stafa tilvísunum sínum frá sér án þess að yfirgefa stað sinn í tíma og rúmi. Það er í þessum skilningi sem líkami okkar er sambærilegur við listaverk. Í honum tengjast saman lifandi tilvísanir en ekki lögmál ákveðins fjölda þátta sem tengjast og taka breytingum samtímis. Skynji ég snertingu með handleggnum merkir það að ég finni snertingu í framhandleggnum eða öxlinni, ásamt því að sjá sama handlegg, ekki vegna þess að ýmiss konar snertiskynjanir, eða snertingar og sjónrænar skynjanir séu allar hluti af einum skiljanlegum hand- legg, eins og mismunandi sjónarhorn á teningi tengjast hugmyndinni um tening, heldur vegna þess að þegar handleggurinn er bæði séður og snertur, eins og ólíkir hlutar handleggjarins, myndar það saman einu og sömu athöfnina. Eins og við sáum hreyfivenju líkamans varpa ljósi á sérstakt eðli líkamlegs rúmtaks gerir venjan okkur almennt einnig kleift að skilja hér hvernig eigin lík- ami er samsettur. Og rétt eins og greiningin á líkamlegu rými veitti okkur hugboð um einingu eigin líkama, getum við yfirfært á sérhverja líkamlega venju það sem við sögðum um hreyfivenjuna. Í raun er sérhver venja í senn hreyfibundin og skynræns eðlis, vegna þess að hún liggur, eins og komið hefur fram, miðja vegu á milli skýrrar skynjunar og raunverulegrar hreyfingar, í þeirri grunnvirkni sem afmarkar jafnt sjónsvið okkar og athafnasviðið. Að læra að rata um á meðal hluta með staf, sem tekið var sem dæmi um hreyfivenju hér á undan, er allt eins dæmi um skynvenju. Þegar stafurinn er orðinn manni tamur víkur heimur snertan- legra hluta og byrjar ekki við húð handarinnar, heldur við enda stafsins. Freist- andi væri að segja að í gegnum skynjanirnar, sem þrýstingur stafsins á höndina myndar, byggi sá blindi upp stafinn ásamt mismunandi stöðum hans en að þær miðli annars stigs viðfangi, þ.e. ytri hlutnum. Í þessu dæmi væri skynjunin ávallt úrvinnsla sömu skynreynda, sem ætti sér æ hraðar stað, og væri æ fínstilltari. En líkamsvenja felst ekki í því að túlka þrýsting stafsins á höndina sem vísbendingu Hugur 2015-5.indd 45 5/10/2016 6:45:06 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.