Hugur - 01.01.2015, Page 50

Hugur - 01.01.2015, Page 50
50 Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson forskilvitlegu vitund þá virðist heimurinn sem slíkur ekki skipta neinu máli, held- ur aðeins þau ferli sem er að finna innan vitundarinnar. Sambærilegar fullyrðingar má finna í ritum víðs vegar á ferli Husserls og einna þekktastar eru eflaust full- yrðingar hans úr 49. kafla í fyrstu bók Hugmynda að hreinni fyrirbærafræði og fyrir- bærafræðilegri heimspeki (Ideen zur einer reinen Phänomenologie und phänomeno- logischen Philosophie) þar sem hann talar um „eyðingu heimsins“ og heiminn sem fyrirbærafræðilega afganga („phenomenological residuum“ í enskri þýðingu).7 Viðhald tilvitnana eins og þessara, þar sem þær eru mjög gjarnan teknar úr samhengi við aðra þætti í rannsókn Husserls, í bland við mikla áherslu Husserls á „hreina meðvitund“ í fyrstu bók Hugmynda, hefur síðan ýtt undir þá hugmynd að verk Merleau-Pontys séu risastórt stökk frá heimspeki þess fyrrnefnda og að sá síðarnefndi hafi í raun eingöngu haldið eftir nokkrum lykilþemum frá honum. Dæmi um slíkt má finna í Heimspekibókinni sem kom út í íslenskri þýðingu árið 2013, en í henni er stuttur kafli um Merleau-Ponty. Í undirkafla sem ber heitið „Líkams-hugveran“ er til að mynda eftirfarandi sagt um tengsl Merleau-Pontys og Husserls: Merleau-Ponty tileinkar sér nálgun Husserls en með mikilvægri undan- tekningu þó. Þannig þykir honum slæmt að Husserl skuli missa sjónar af mikilvægasta þættinum í reynslu okkar sem er sú staðreynd að hún er ekki aðeins hugræns eðlis, heldur einnig líkamleg. Í mikilvægasta verki sínu, Fyrirbærafræði skynjunarinnar, skoðar Merleau-Ponty þessa hug- mynd nánar og kemst að þeirri niðurstöðu að hugur og líkami séu ekki aðskildar einingar – en sú niðurstaða stríðir gegn þeirri löngu heimspeki- hefð sem Descartes varði.8 Hér eru hugmyndafræðileg tengsl þeirra látin líta út fyrir að vera skýr og skil- merkileg. Raunin er hins vegar sú að Merleau-Ponty var undir miklum áhrifum frá Husserl og þá ekki síst frá þeim verkum hans sem ekki voru gefin út fyrr en að Husserl látnum. Þannig spilar túlkun Merleau-Pontys á annarri bók Hugmynda veigamikið hlutverk í Fyrirbærafræði skynjunarinnar. Þessi önnur bók Hugmynda kom hins vegar ekki út fyrr en 1952, sjö árum eftir útgáfu Fyrirbærafræði skynjun- arinnar, en Merleau-Ponty hafði haft aðgang að handritunum í Husserl- skjalasafninu í Louvain frá 1939.9 Í annarri bók Hugmynda er að finna helstu heildstæðu greinargerð Husserls um fyrirbærafræði líkamleika, en áhrifa þeirrar rannsóknar gætir í öllum síðari verk- um hans, og þá ekki síst í Kartesískum hugleiðingum (Cartesianische Meditationen) og í Krisis. 7 Husserl, 1983: 109–112. Hér eftir Hugmyndir. Hugmyndir komu út í þremur bókum, en aðeins sú fyrsta kom út á meðan Husserl lifði. 8 Heimspekibókin, 2013: 275. 9 Zahavi, 2002: 5. Hugur 2015-5.indd 50 5/10/2016 6:45:07 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.