Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 55

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 55
 Líkamlegar hugverur 55 Það sem átt er við er að sjónskynið þarf ekki endilega að leika hlutverk í því hvernig ætlandi mín beinist að hinum ætlaða hlut. Ég get t.d. setið með lokuð augun og hlustað á umferðarniðinn sem berst mér inn um gluggann. Ofan á það þá getur meðvitund mín beinst að hinum ýmsu birtingarmyndum niðarins. Ég get beint mér að bílunum sem skapa hljóðin eða dekkjunum sem eru að snúast, ég get beint mér að götunni sem bílarnir „spila“ á eða heyrt hvernig hljóðið berst inn um gluggann. Síðan gæti ég hreinlega reynt að einangra hljóðið frá hlutunum sem skapa það og reynt að heyra niðinn sem slíkan, sem einhvers konar hljóð- mynd. Annað sem vert er að hafa í huga þegar við tölum um það sem við beinum sjónum okkar að er að á þýsku gerir Husserl greinarmun á Gegenstand og Objekt. Hvort tveggja er þýtt sem object á ensku. Objekt er það sem við myndum kalla hlut á íslensku og á það við um eitthvað sem við getum snert, séð eða skynjað beint með skynfærunum, þ.e.a.s. efnislegir hlutir. Þetta er það sem, í hinni náttúrulegu heimsmynd, við köllum hluti, bækur, steinar, hjól o.s.frv. Gegenstand (bókstaflega „það sem staðið er gegnt“) er hins vegar mun breiðara hugtak og nær yfir alla hluti, öll Objekt, en nær auk þess utan um allt það sem við getum beint meðvitund okkur að, allt sem við getum ætlað.20 Ef ég hugsa til dæmis um minningu þá verður ljóst hvernig við þurfum bæði að gæta okkur á hugrenningatengslunum við sjónskynið og efnislega hluti. Ég sótti dóttur mína í gær og á heimleiðinni ræddum við margt og mikið. Fyrir hugskotssjónum mínum get ég séð fyrir mér göngutúrinn, hvernig hún situr á hnakki hjólsins míns og hvernig við göngum niður Hofsvallagötuna. En ég get líka beint mér að samtalinu einu og sér og innihaldi þess. Gegenstand-ið, viðfang ætlandi minnar, er þá inntak samræðunnar og reynist því hvorki vera hlutur í hefðbundnum skilningi né er það sýnilegt. Hinn ætlaði hlutur þarf því ekki að vera hlutur í hefðbundnum skilningi heldur getur hann verið hvað það sem við beinum okkur að, t.d. tilfinningar, minningar eða tónverk.  Sjóndeildarhringir Hitt atriðið hefur að gera með birtingarmyndir þess sem við beinum sjónum okkar að. Þegar ég velti fyrir mér hlut í umhverfi mínu þá sé ég alltaf einungis ákveðna hlið á honum. En samhliða þessari birtingarmynd einnar hliðar hlutarins þá með-birtast, svo að segja, hinar hliðar hlutarins. Það er innbyggt í skynjun á hlut í þrívíðu rými að hann hafi á sama tíma fleiri hliðar. Það er óhjákvæmilega bundið í upplifun okkar á horni á húsi að það sé eitthvað handan hornsins. Hinar hliðar hússins birtast mér, þær eru ætlaðar, þó þær séu mér ekki sýnilegar. Ef ég beini mér gegnt ákveðnum hlut þá birtist hann mér ekki í einni mynd heldur í stöðugum margbreytileika. Margbreytileikinn felst í því að það hvernig ég skynja hlutinn er síbreytilegt, ég sé hann alltaf frá mismunandi sjónarhorni. Jafnvel þótt ég reyni að vera alveg kyrr þá breytist sjónarhornið alltaf eilítið og hafi maður sjón á báðum augum þá birtist hluturinn okkur alltaf frá tveimur örlítið ólíkum sjónarhornum. Eins og James J. Gibson hélt fram þá er hið stöðuga 20 Sjá líka inngang þýðanda að Husserl, 1989. Hugur 2015-5.indd 55 5/10/2016 6:45:08 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.