Hugur - 01.01.2015, Síða 66

Hugur - 01.01.2015, Síða 66
66 Sigríður Þorgeirsdóttir reynslu þess að kasta bolta eða af jákvæðri reynslu þess að sörfa fyrir ástundun heimspeki. „Að fílósófera eins og stelpa“? „Að ástunda heimspeki eins og kona.“ Líður okkur eins og við séum lélegir boltakastarar eða eins og sörfarar sem eru ánægðar í eigin skinni? Heimspekingar sögunnar hafa löngum farið fyrirlitlegum orðum um heimspekiástundum kvenna, eins og t.d. Kant sem sagði að konur sem ástundi fræði gætu eins látið sér vaxa skegg. Nýlegra dæmi kemur frá Gillian Rose sem lærði heimspeki á Englandi á 7. og 8. áratugnum og segir frá því að kennari hennar Jane Austin (eiginkona heimspekingsins J.L. Austin) sagði við kvennemendur sína: „Munið, stúlkur, heimspekingarnir sem þið munuð koma til með að lesa eru mun gáfaðri en þið.“3 Þessi afstaða Austin er dæmi um með- virkni okkar kvenna með karlveldinu, sem gefur okkur viðmið um að einhver gerð heimspekilegrar hugsunar sé merkilegri en hugsun kvenna sem er sett niður og vanmetin fyrir vikið. Er kvenfyrirlitning í heimspeki af sama meiði og kvenfyrirlitning í íþróttum? Kvenfyrirlitningin í viðhorfi til kastgetu stelpna er vísindalega röng vegna þess að kastgeta er dæmi um atriði þar sem er merkjanlegur munur á strákum og stelpum vegna ólíkrar líkamsgerðar og vöðvastyrks. Þess vegna á ekki að meta boltavarp stelpna/kvenna út frá boltavarpi stráka/karla. Nú ætti líkamsgerðin ekki að koma að sök við vitsmunalega iðju. Descartes kenndi okkur í upphafi nýaldar að sálin væri kynlaus og karlar og konur hefðu sömu forsendur til þess að vera skynsemis- verur. Þótt íþróttir séu líkamlegar og ástundun heimspeki ekki komin undir lík- amsstyrk og færni, er engu að síður þarft að ræða hvað það merki í bæði neikvæð- um og jákvæðum skilningi að fílósófera eins og kona. Orðasambandinu „eins og“ ætti að mínu mati að skipta út fyrir „sem kona“, eða „verandi kona“ í heimspeki. Verandi kona í heimspeki getur ekki merkt að vera bara hugur sem býr yfir sömu getu og karlar til að vera vitsmunavera, líkt og Descartes fullyrti. Verandi kona í heimspeki er einnig að vera staðsett í menningarlegri, sögulegri og félagslegri stofnun þar sem karlar hafa verið í meirihluta og kvenfyrirlitning og karlgöfg- un hefur oft gegnsýrt heimspekikenningar og menningu greinarinnar sem hefur löngum gert konum erfiðara fyrir og útilokað þær. Að fílósófera sem kona er hins vegar ekki smættanlegt niður í félagslegt samhengi. Að „fílósófera sem koma, verandi kona“ felur í sér getu, færni og möguleika sem konur geta tileinkað sér án þess að þurfa að gangast undir þá kvöð sem orðasambandið að fílósófera „eins og kona“ nauðsynlega felur í sér. Orðasambandið „eins og“ inniber að viðkomandi beri að hugsa heimspekilega eins og kona eða eins og Englendingur eða hvað sem er. Að hugsa heimspekilega „verandi“ eða „sem“ kona (eða karl) byggir hins vegar á þeirri afstöðu að það sé mismunur á kynjunum þó svo hann sé ekki mikill og þó svo að það séu grá svæði á milli þeirra. Sú staðreynd að við fílósóferum sem kona, karl eða eitthvert kyn þar á milli er óhrekjanleg. Leah Dawson fjallar um að konur sem sörfa hafi þurft að finna sína eigin leið til að sörfa út frá sínum eigin líkamlegu og hugarfarslegu forsendum. Það snýst ekki bara um líkamsbeitingu heldur einnig um líðan í sjónum, á brettinu, í náttúrunni, 3 Sjá kafla um Gillian Rose eftir Nönnu Hlín Halldórsdóttur í Dagbók 2016 – Árið með heimspek- ingum, 2015. Hugur 2015-5.indd 66 5/10/2016 6:45:11 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.