Hugur - 01.01.2015, Page 81

Hugur - 01.01.2015, Page 81
Hugur | 27. ár, 2015 | s. 81–105 Mikael M. Karlsson Efi, skynsemi og kartesísk endurhæfing Einn veigamesti þátturinn í öllum rannsóknum á heimspeki Descartesar lýtur að aðferðinni sem hann beitir í Hugleiðingunum og skyldum verkum. Í þessari ritgerð rökstyð ég svolítið annan skilning á þessari aðferð en hefur mér vitanlega verið settur fram annars staðar.1 Einkum legg ég áherslu á að aðferðin sé hugsuð sem rökræðubundin endurhæfing, ætluð bæði til þess að eyða „fordómum“ (vana- bundinni umgengni við líkamlega hluti sem veikir skynsemi mannsins) og til þess að bæta skynsemina sem hefur veikst með þessu móti.2 Í megindráttum er túlkun mín á hinni kartesísku aðferð í samræmi við túlkun Harrys Frankfurt.3 En okkur Frankfurt greinir á um tvö mikilvæg atriði. Í fyrsta lagi telur Frankfurt (og flestir aðrir túlkendur) að kartesísk aðferð feli í sér víðtæk- an efa fyrirfram, það er að segja á undan uppgötvun röksemda sem renna stoðum undir slíkan efa. Ég held því fram, andstætt Frankfurt, að ef slíkur fyrirfram-efi væri raunverulega hluti aðferðarinnar, myndi Descartes lenda í óyfirstíganlegum erfiðleikum. En að mínum dómi sýna skrif Descartesar ekki afdráttarlaust að hann hafi ætlað sér að beita fyrirfram-efa (hinu gagnstæða mætti halda fram) og þegar lögð er áhersla á endurhæfingareðli aðferðar hans virðist ólíklegt að hann hafi gert það. Hitt atriðið, þar sem mig greinir á við Frankfurt, tekur til efans um skynsem- ina í Hugleiðingunum. Frankfurt telur að Descartes fari leið fyrirfram-efa og vill jafnframt sýna fram á að aðferð Descartesar sé trúverðug og sjálfri sér samkvæm. Þess vegna heldur hann því fram að skynsemisgáfan sé undanskilin fyrirfram-efa og um hana sé raunar ekki efast, jafnvel ekki í ljósi efahyggjuröksemda Fyrstu og Annarrar hugleiðingar. Frankfurt reynir að sýna fram á að með því að undanskilja skynsemina þannig frá fyrirfram-efa sé hann ekki að skjóta sér undan vandanum 1 [Þessi ritgerð birtist upphaflega á ensku í ritsafninu Descartes: Critical and Interpretive Essays, ritstj. Michael Hooker (Baltimore & London: Johns Hopkins University Press, 1978). Þær neðan- málsgreinar sem standa innan hornklofa eru nýjar frá höfundi eða þýðanda; hinar eru þýðingar á neðanmálsgreinum höfundar frá 1978, stundum með örlitlum breytingum.] 2 Skírskotunin til Spinoza er ekki tilviljun. 3 Harry Frankfurt, Demons, Dreamers, and Madmen (Indianapolis, 1970). Hugur 2015-5.indd 81 5/10/2016 6:45:15 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.