Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 90

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 90
90 Mikael M. Karlsson Ef beita á kartesískri endurhæfingu eins og að ofan greinir, verður hún á hverju stigi að sýna aðeins það sem er skiljanlegt og sannfærandi fyrir þann sem hún er ætluð. Verk eins og Hugleiðingarnar byrja því á því að taka upp sjónarhorn þess sem er fangi fordómanna og feta sig síðan áfram stig af stigi til að knýja þann sem er fangi fordómanna – ef hann les og skoðar af athygli – til að varpa frá sér fordómum og öðlast upplýsingu. Sem lesendur slíkra verka verðum við, þegar við reynum að skilja hvað Descartes er að fara á hinum og þessum stöðum, að hafa í huga meint ásigkomulag þess sem endurhæfingin er ætluð, annars er hætt við að okkur verði á herfilegur misskilningur. IV Hugleiðingarnar eru ætlaðar hversdagsmanninum, manni eins og Polyander. Sjálfsævisögupersónan Descartes – „ég“ Hugleiðinganna (ég kalla hann hér á eftir „René“ til að greina hann frá höfundinum Descartes) – sem er ekki upplýstur, en hefur augljóslega komist svolítið áleiðis í efasemdahugleiðingum, byrjar Fyrstu hugleiðingu á eftirfarandi hátt: Fyrir allmörgum árum varð mér ljóst, að ég hefði frá ungum aldri talið margar rangar skoðanir réttar, og að hvaðeina, sem ég hafði síðan byggt á þeim, hlaut að vera mjög vafasamt. Því hlyti ég einu sinni á ævinni að kollvarpa öllu og byrja að nýju frá grunni, ef ég vildi einhvern tíma reisa eitthvað traust og varanlegt í vísindunum. En þar sem mér þótti mikið í fang færzt, afréð ég að bíða þar til ég hefði náð svo háum aldri að ég hefði litla von um frekari skilningsþroska. Ég hef beðið allt til þessa, en nú væri ámælisvert ef ég neytti ekki þeirrar starfsorku sem ég á eftir til annars en ráðagerða. Í dag létti ég því af mér öllum áhyggjum, tryggi mér ákjósanlegt næði, er einn og út af fyrir mig, og hyggst snúa mér að því að rífa til grunna allar fyrri skoðanir mínar, í fyllstu alvöru og án þess að hika. [HF 133; HR I:144; AT 7:17–18] Í þessu skyni, eins René skýrir í næstu efnisgrein, þarf hann ekki að taka til athug- unar hverja og eina skoðun sem hann hefur; því að skoðanir hans, segir hann, hvíla á tilteknum „rótum“ (principles). Með „rótum“, eins og Frankfurt bendir á, „er Descartes ekki að hugsa um safn rökfræðilegra frumforsendna sem unnt er að leiða skoðanir hans af“. Öllu heldur hefur René í huga (og hér er ég á annarri skoðun en Frankfurt) sálargáfur – skynjun og skynsemi til dæmis – sem eru undirrótin að því að hugmyndir koma upp í hugann.11 Ef unnt er að sýna fram á að þessi undirstaða bresti, segir hann, „hlýtur byggingin sjálfkrafa að hrynja“ (HF 134; HR I:145) og hann ræðst síðan beint að henni. Það er almennt álitið að í þessum orðum sé René annaðhvort að færa rök fyrir, 11 Frankfurt, Demons, bls. 10, 33. Ég er reyndar sammála Frankfurt um að vandamálin snúist um notkun hæfileika, sem stýrist af því sem hann kallar „reglur um sönnunarfærslu“ (rules of evidence). Það er hið síðarnefnda sem Frankfurt telur vera það sem Descartes kallar „grundvöll“. Hugur 2015-5.indd 90 5/10/2016 6:45:18 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.