Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 97
Efi, skynsemi og kartesísk endurhæfing 97
„Þetta yrði fyrirtaks ráð,“ tekur Epistemon undir,
ef við gætum auðveldlega beitt því, en þú [Eudoxus] veist vel að skoðanir
þær sem við veitum fyrst viðtöku í ímyndunarafli okkar eru svo djúpt
ristar að vilja okkar einum og sér gæti með engu móti tekist að afmá þær,
nyti hann ekki hjálpar ákveðinna knýjandi raka. [HR I:312–313]
„Ég vonast einmitt til að geta kennt þér nokkur af þessum rökum,“ svarar Eu-
doxus, og fer síðan að ræða efasemdarökfærslur sem eru nánast hinar sömu og í
Hugleiðingunum.
Ég hef fært rök fyrir því, eins og margir á undan mér, að fyrirfram-efi sé ærið
vafasamt fyrirbæri. Ég hef einnig fært rök fyrir því að hann sé gagnslaus – og
jafnvel andstæður – tilgangi Descartesar. Það er tímabært að við hættum að hugsa
okkur að hann tengist yfirleitt kartesískri aðferð.
VII
Í þessum kafla og næstu þrem dreg ég upp mjög afmarkaða greinargerð fyrir
framvindu kartesísks efa gegnum þau stig sem sýnd eru í Hugleiðingum I–III. Ég
læt mér lynda ýmsar einfaldanir, þar sem markmið mitt er að færa frekari rök fyrir
skoðunum sem áður eru komnar fram, leiða í ljós nokkur frekari atriði í aðferð
Descartesar sem ég tel mikilvæg, og sýna með frekari hætti hvernig skilningur á
aðferðinni eflist þegar endurhæfingartilgangur hennar er hafður í huga.
Við skulum byrja á byrjuninni. Enda þótt aðrir geri miklu meira úr þeim, eins
og við höfum séð, sýnast mér aðeins tvö atriði aðferðarfræðilega áhugaverð í
upphafskafla Fyrstu hugleiðingar: hin svolítið óljósa yfirlýsing sem helgar allt
verkið því markmiði að grundvalla „eitthvað traust og varanlegt í vísindunum“
og sú ákvörðun, sem skoða má sem beina afleiðingu af þessum tilgangi, að verja
tíma sínum í að „rífa til grunna allar fyrri skoðanir mínar í fyllstu alvöru, og án
þess að hika“. Frankfurt sér þessa síðari ákvörðun sem „ótvíræða ákvörðun“ Renés
um að reyna að efast um skoðanir sínar almennt, „að varpa fyrir róða [fyrirfram,
samkvæmt Frankfurt] öllum skoðunum sínum“, en því get ég ekki verið sammála.
Vissulega er um að ræða ákvörðun af hálfu Renés um að reyna að efast almennt
um skoðanir sínar, en engar vísbendingar eru um að það eigi að gerast áður en
efasemdarökfærslur eru settar fram og ekkert loforð um að þessi tilraun til að
efast muni takast.
Önnur efnisgrein Fyrstu hugleiðingar er kannski enn mikilvægari en upphaf-
skafli hennar. René segir:
skynsemin segir mér, að ég hljóti að gæta þess jafnvandlega að fallast
ekki á neinar þær skoðanir sem ég veit ekki fyrir víst að eru áreiðanlegar
og óvefengjanlegar, og að fallast ekki á hinar sem eru augljóslega rangar.
Þessu fylgir að hafi ég einhverja ástæðu til að efast um hverja fyrir sig,
Hugur 2015-5.indd 97 5/10/2016 6:45:20 AM