Hugur - 01.01.2015, Page 98

Hugur - 01.01.2015, Page 98
98 Mikael M. Karlsson nægir það mér til að hafna þeim öllum. Ekki svo að skilja að ég verði að hyggja að hverri þeirra; það tæki engan enda. En ef undirstaðan brestur, hlýtur byggingin sjálfkrafa að hrynja. Því mun ég ráðast beint að sjálfum grundvellinum sem allar fyrri skoðanir mínar byggðust á. [HF 134; HR I:148; Frankfurt, Demons, bls. 10] Hér er ýmislegt hnýsilegt að finna. (1) Leitin að „einhverju traustu og varanlegu í vísindum“ er lögð að jöfnu við leitina að einhverju „áreiðanlegu og óvefengjanlegu“. Þessi samjöfnun hefur af- drifaríkar afleiðingar, en fyrir henni eru engin rök færð í Hugleiðingunum. Ef maður heldur því til streitu að fyrirfram-efi sé hluti kartesískrar aðferðar, sprettur hér upp mikill vandi, því hvers vegna skyldi maður ekki efast um þessa samjöfnun ásamt öllu öðru? En endurhæfingargildið krefst þess aðeins að samjöfnunin sé á yfirborðinu líkleg fyrir hversdagsmanninn: ekki óskynsamleg forsenda. (2) René segir okkur líka að það að viðurkenna ákvörðunina um að leita að einhverju „algjörlega áreiðanlegu og óvefengjanlegu“ virðist krefjast þess að við tökum upp þá aðferðarfræðilegu reglu sem ræður efasemdarökunum sem á eftir koma: Gæta þess jafnvandlega að fallast ekki á þær skoðanir sem eru ekki áreiðan- legar og hinar sem eru augljóslega rangar: „skynsemin segir mér“ það, segir hann. Samkvæmt minni túlkun, þarf „skynsemi“ hér ekki að vera annað en rökhugsun, og engin rök eru nauðsynleg til þess að afsaka notkun hennar; en ef okkur láist að greina rökhugsun frá Skynsemi, eða ef við höldum því til streitu að René hafi kosið sér fyrirfram-efa, þá lendum við í mestu vandræðum. Ég spyr mig aðeins að því hvort hversdagsmaðurinn telji óviturlegt að taka upp þessa reglu, að því gefnu að hann hafi samþykkt að ganga þó þetta langt: og ég sé ekki hvers vegna hann ætti að telja að svo sé. Samt sem áður gæti verið óljóst hvað reglan merkir. Kenny segir: Descartes greinir milli tveggja þrepa í efanum. Efarök hans [sem eru í afganginum af Fyrstu hugleiðingu] sannfæra hann um að engin fyrri hugmynda hans sé hafin yfir réttmætan efa: skoðanir hans eru aðeins sennilegar. Þetta leggur Kenny að jöfnu við það sem Descartes kallar annars staðar að „draga skoðun í efa“. En: Til þess að leiðrétta eðlilega tilhneigingu sína til að telja skoðanir sínar áreiðanlegar … „gengur hann að því vísu“ að allar skoðanir sínar séu rangar og uppspuni … ljóst er að hann taldi greinarmuninn á því að „draga í efa“ og „hafna sem röngum“ vera greinarmuninn milli þess að „trúa varlega“ og „fallast ekki á“.25 Þetta er alrangt. Þegar Descartes segist „draga í efa“ eða „fallast ekki á skoðan- 25 Kenny, Descartes, bls. 22–23. Hugur 2015-5.indd 98 5/10/2016 6:45:20 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.