Hugur - 01.01.2015, Síða 100

Hugur - 01.01.2015, Síða 100
100 Mikael M. Karlsson því að vera nú fullkomlega sannfærður um … í einu orði sagt, að allt sem skilningarvitin láta mér vanalega í té sé satt. [HR I:113] Þetta er mikilvægt atriði og kemur fyrir oftar en einu sinni. Það felst í því að taka skoðanir sem eiga sér svipaða uppsprettu og greina á milli þeirra sem má með réttum rökum telja nauðsynlegt að leiðrétta eða hafna og hinna sem má með rétt- um rökum telja sannar. Til þess að rýra traust okkar á öllum skoðunum sem hvíla á sama grunni, t.d. skynrænum skoðunum, er ekki nóg að sýna að grunnurinn, sem þær hvíla á, geti stundum af sér rangar skoðanir. Grunnurinn verður engu ótraustari fyrir það, nema ógerlegt sé að greina vafasöm afsprengi hans frá öðrum með því að benda á einhver tiltekin kennimörk. Að gera sér þetta ljóst er lykilatriði til að skilja vinnubrögðin – það er ekki alveg eins auðvelt og margir fræðimenn hafa talið að draga einhverja sálargáfu í efa samkvæmt kartesískri aðferðarfræði. Úr því að augljóslega er hægt að greina vafasöm afsprengi skilningarvitanna frá öðrum, þarf tilraunin til að rýra skilningarvitin trausti að færast á annað stig. Og í Fyrstu hugleiðingu má reyndar sjá – eins og Frankfurt áréttar – fjölmörg efarök sem beinast gegn skilningarvitunum. Þau ganga þó ekki upp fyrr en René setur fram draumrökin, sem honum virðast rýra skilningarvitin öllu trausti sem rót þekkingar. Og það stafar einmitt af því að hann heldur því fram að við getum ekki greint skynreynslu í draumi frá skynreynslu í vöku.27 IX Til einföldunar ætla ég hér að horfa framhjá megninu af hinum erfiðu efarökum gegn þekkingu á „einföldum náttúrum“ og ætla aðeins að líta á seinni hluta þeirra sem beinist gegn þekkingu sem fæst fyrir „talnafræði, rúmfræði og aðrar slíkar greinar, sem fjalla eingöngu um hin einföldustu og algengustu efni og skeyta ekki hót um [parum curant] hvort þau eru raunveruleg eða ekki“: „Því einu gildir hvort ég vaki eða sef [segir René]: tveir við þrjá eru ævinlega fimm, og ferningur hefur aldrei fleiri en fjórar hliðar. Svo augljós sannindi virðast ekki með neinu móti verða dregin í efa“ (HF 137; HR I:147; AT 63). Þrátt fyrir þessa bjartsýni, kemur René auga á ástæður til að efast jafnvel um svo „augljós sannindi“: Ennfremur tel ég stundum að öðrum skjátlist, jafnvel um hluti sem þeir þykjast vita með vissu. Gæti … ekki … mér skjátlast á sama hátt þegar ég legg saman tvo og þrjá, tel hliðar fernings eða geri eitthvað ennþá einfaldara ef það er þá hægt? [HF 137; HR I:147; AT 7:2] Það sem René efast um hér virðist augljóslega vera áreiðanleiki útreikninga (sbr. kafla II að framan) sem beitt er til að komast að einföldum og almennum sannindum. Það er ekki alveg augljóst af þessum kafla einum saman að slíkir út- reikningar séu dæmi um rökhugsun, þ.e. skynsemina eins og hann þekkir hana. En 27 Frankfurt, Demons, bls. 34–35. Hugur 2015-5.indd 100 5/10/2016 6:45:21 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.