Hugur - 01.01.2015, Page 111

Hugur - 01.01.2015, Page 111
 Skynsamleg sjálfstjórn 111 iii. Ef löngun stjórnar athöfn minni ræðst hún af ætlun, sé ætlun fyrir hendi, annars af skilningi. iv. Athöfn mín ræðst af skilningi mínum eða ætlun eða löngun. Það er lykilatriði í þessari skilgreiningu að öll skilyrðin séu uppfyllt. Það eitt að athöfn sé í samræmi við skilning sem ræðst af tiltækri þekkingu dugar ekki. Fólk getur skort sjálfstjórn þó skilyrði i og iv séu uppfyllt eins og sést af þessu dæmi sem er fengið að láni frá Alfred Mele:10 Hugsum okkur mann sem er í slagtogi með skuggalegu fólki. Hann ætlar að taka þátt í innbroti með félögum sínum þó hann skilji að það sé rangt. Þegar á hólminn er komið fer hann á taugum, þorir ekki að brjótast inn og leggur á flótta. Með því að hætta við innbrotið breytir hann í samræmi við skilning sinn á því hvað er réttast eða best að gera. En þar sem löngun til að flýja ræður og hún stjórnast ekki af ætlun sem er fyrir hendi lítum við svo á að hann skorti sjálfstjórn. Raunar bilar sjálfstjórnin á tveim stöð- um í þessu dæmi, nefnilega bæði í öðrum og þriðja lið skilgreiningarinnar þar sem ætlunin er í ósamræmi við skilninginn og löngunin (eða hvötin til að flýja) í ósamræmi við ætlunina. Tvöfaldur viðsnúningur veldur því að á endanum breytir maðurinn í samræmi við skilning sinn á hvað er best en það dugar ekki til að hann teljist hafa sjálfstjórn. Það er líka lykilatriði að það sem örvarnar á mynd 3 benda á ráðist af því sem þær benda frá. Einfalt samræmi dugar ekki heldur verður orsakasambandið að vera í lagi. Til að átta okkur á þessu getum við hugsað okkur mann sem einsetur sér að gera hvaðeina sem gera þarf til að auka hagnað fyrirtækis sem hann á hlut í, en er haldinn óstjórnlegri bræði í garð meðeiganda síns og lætur undan löngun sinni til að berja hann í klessu. Þetta gerir hann án þess að hafa ástæðu til að ætla annað en að áverkar sem meðeigandinn verður fyrir dragi úr afköstum hans í vinnu og þar með hagnaði fyrirtækisins. Þennan mann teljum við ekki hafa sjálfstjórn. Við breytum þeim dómi ekkert þó í ljós komi að þegar barsmíðarnar hófust var meðeigandinn í þann mund að taka upp símann til að ganga frá mjög óhagstæðum viðskiptum sem hefðu sett kompaníið á hausinn. Löngunin til að berja manninn var því, þegar öllu var á botninn hvolft, í samræmi við þann ásetn- ing að bæta hag fyrirtækisins, en hún réðist ekki af þessum ásetningi, enda vissi ofbeldismaðurinn ekkert um óhagstæð áform meðeiganda síns. Ég læt þetta duga um skynsamlega sjálfstjórn og sný mér næst að því hvernig hún getur brugðist. Með hverjum hætti getur skynsamleg sjálfstjórn brugðist? Á mynd 3 eru fimm rammar. Í þeim fyrsta er tiltæk þekking á því hvað er réttast eða best að gera. Viðfang þessarar þekkingar er af ýmsu tagi. Hún getur verið um siðferðilegt réttmæti athafna, mögulegar eða líklegar afleiðingar þeirra, eig- in hagsmuni, tilfinningar og áhugamál. Í hinum fjórum eru skilningur, ætlun, 10 Mele, 2010. Hugur 2015-5.indd 111 5/10/2016 6:45:24 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.