Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 114

Hugur - 01.01.2015, Qupperneq 114
114 Atli Harðarson stiklar hún á höfðum manna.“18 Þessi óheillagyðja glapti fólki sýn og rændi það kostum á að hafa stjórn á eigin lífi. Svipuð hugmynd um stjórnleysi sem glæp- sku, eða vanhæfni til að sjá hlutina í réttu ljósi, birtist víðar í fornum skáldskap Grikkja, til dæmis í leikriti Sófóklesar um Antígónu. Þegar Kreon konungur í Þebu hefur lagt tilveru sína í rúst vegna hroka og blindu á eigin takmörk, leggur kórinn út af verkum hans og segir: „Þeim sem guðirnir vilja verst, villa þeir sýn á illt og gott; verða þá stopul stundargrið.“19 Einn undirflokkur stjórnleysis af þessari fyrstu gerð er sá sem Hómer og Só- fókles lýsa, hroki og blinda á eigin takmörk. Það eru líka til fleiri gerðir. Sumar kallast óraunsæi og sumar fordómar. Eins og nefnt hefur verið jafngildir það ekki endilega skorti á sjálfstjórn þótt skilningur manna mótist af öðru en skynsamlegum ástæðum. Vera má að mað- ur hafi sjálfstjórn þótt hann leggi rækt við hatur á hópi manna, til dæmis inn- flytjendum frá einhverjum heimshluta, og takist að sjá allt sem þeir gera í ljósi hleypidóma sinna. Hugarfar hans er kannski fremur til marks um heimsku og illsku en eiginlegt stjórnleysi. En þótt vitsmunabrestir af þessu tagi útiloki ekki alla sjálfstjórn útiloka þeir skynsamlega sjálfstjórn. Viðleitni til að leggja rækt við óskynsamlega afstöðu er væntanlega samofin tilraunum til að réttlæta hana með því að loka augunum fyrir sumum sannindum en ýkja önnur. Slík viðleitni tekur stundum á sig mynd sjálfsblekkinga. Brestir af því tagi finnast hjá fleirum en þeim sem leggja rækt við úlfúð í garð annarra. Þeir finnast til dæmis hjá drykkju- mönnum sem telja sér trú um að hegðun sín víki minna en raun ber vitni frá því sem almennt telst ásættanlegt. Einnig leggst svona blinda á áhrifagjarnt fólk sem lætur stjórnast af sefjun, áróðri eða hópþrýstingi. Önnur gerð: Ætlun ræðst ekki af skilningi Stjórnleysi af þessari gerð felst í því að maður ætli, áformi eða ákveði annað en hann veit, telur eða álítur best. Það er þó ekki endilega stjórnleysi að mynda áform án þess að styðjast við meðvitaða vitneskju. Stundum þarf að taka ákvörðun í skyndingu og byggja á tilfinningu eða hugboði. Holton20 lýsir dæmi um þetta með því að segja sögu af slökkviliðsstjóra sem var kominn með lið sitt inn í brennandi hús. Venjulegur vatnsaustur dugði ekki til að ráða niðurlögum eldsins og hann fékk á tilfinninguna að rétt væri að skipa liðinu að hörfa út úr byggingunni. Augnabliki seinna hrundi gólfið. Eldurinn var í kjallaranum og liðið hefði farist ef það hefði dvalið lengur í húsinu. Slökkviliðsstjórinn tók ákvörðun vegna þess að hann fékk á tilfinninguna að rétt væri að hörfa. Hann hafði enga meðvitaða vitneskju um að eldhaf væri undir gólfinu en tilfinningin byggðist, samkvæmt sögu Holtons, samt á reynslu, eða þekkingu sem ekki var meðvituð. Undir svona kringumstæðum finnst mönnum stundum eins og æðri máttarvöld hafi tekið af þeim ráðin. Ef það gerist þá hafa þeir tæpast fulla sjálfstjórn. Sé hins vegar um það að ræða að úrvinnsla þekkingar og reynslu eigi sér stað án meðvit- 18 Hómer, 1949: 388. 19 Sófókles, 1990: 335. 20 Holton, 2009: 68–69. Hugur 2015-5.indd 114 5/10/2016 6:45:26 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.