Hugur - 01.01.2015, Page 124

Hugur - 01.01.2015, Page 124
124 Nanna Hlín Halldórsdóttir á Íslandi. Sjálf hafði ég lent í fjöldamörgum samræðum þar sem ég og viðmæl- endur mínir hneyksluðumst á okkur sem þjóð sem í blindni leyfði efnahagshruni að eiga sér stað. Í þeim samræðum – eftir marga hringi – þegar við vorum öll orðin þreytt á að tala – yppti einhver öxlum og sagði: Siðferðið brást, við verðum að endurskoða skólakerfið, það vantar algerlega kennslu í gagnrýninni hugsun, þessu verðum við að breyta. Við hin kinkuðum kolli, drógum djúpt andann, nú var þessum vonlausu, þreytandi samræðum lokið og við gætum klórað okkur í nefinu, farið á klósettið eða fengið okkur kaffi.5 Seinna myndum við vinna í þessu, láta einhvern kenna þessa þarna ... gagnrýnu hugsun. Það eru nokkrar hug- myndir sem heyrst hafa aftur og aftur eftir hrun, hugmyndir sem jafnvel hafa orðið að pólitískum, ofnotuðum frösum eða klisjum. Það má segja að (siðfræði og) gagnrýnin hugsun hafi hálfpartinn orðið að eftirhrunsklisju, líkt og frasar á borð við skjaldborg um heimilin, gagnsæi, forsendubrestur, landflótti ungs fólks o.s.frv. En þýðir það að við eigum að gefa hana upp á bátinn? Ég hafði lesið grein Páls í upphafi heimspekináms míns og alltaf kunnað vel við hlýjuna sem stafaði frá öllum þeim orðum sem frá honum komu; hlýju sem vert er að tileinka sér í gagnrýni. Það mætti segja að greinin sem var upphaflega flutt sem útvarpserindi marki upphaf hefðar gagnrýninnar hugsunar á Íslandi. Um þessa grein hefur mikið verið skrifað og röksemdafærslur hennar greindar í smá- atriðum.6 En þar sem ég bjó til mitt allra fyrsta „kennslu-power-point“ til þess að kenna gagnrýna hugsun varð titill Páls, mér að óvörum, Er hægt að gagnrýna kennda hugsun? Áður en lengra er haldið ætla ég að koma út úr skápnum með viðhorf mitt til fræða (og vísinda). Ég, eins og fleiri, tel að fræðin geti ekki verið alls kostar hlutlaus. Ég tel ennfremur að manneskjur séu samfélagslega og menningarlega staðsettar, oft án þess að gera sér grein fyrir því. Um þetta er mikilvægt að auka meðvitund með sífelldri skoðun á margbreytileika fólks og viðhorfum þeirra eft- ir staðsetningu og tíma.7 Þess vegna er betra að fara gætilega með alhæfingar, sérstaklega þær sem varða mannskilning okkar. Heimspekin er oft séð sem alhæf- ingariðja par excellence en ég tel að það felist ekki nauðsynlega í heimspekiiðju eða pælingum – þó síður sé. Því vil ég huga hér að minni eigin fræðilegu staðsetningu: ég er hvít, íslensk kona af menntaðri millistétt og hef staðið mig að því að vera ómeðvituð bæði um stéttarstöðu mína og litaraft í fræðilegri umræðu, um for- réttindi mín og fordóma.8 5 Þetta dæmi er ákveðin abstraksjón á fjöldamörgum ólíkum samræðum og því að einhverju leyti skáldskapur – en nær vonandi að fanga kjarna samræðnanna. 6 Yfirlit þeirrar hefðar má lesa um í ítarlegri og greinargóðri meistararitgerð Elsu Haraldsdóttur, Gagnrýnin hugsun. Einkenni hennar og hlutverk, frá árinu 2013. Sjá Elsa, 2013. Sem dæmi um skoðun og gagnrýni á grein Páls má nefna grein Róberts Haraldssonar, „Gagnrýnin hugsun og veruleiki“ í Tveggja manna tal. Róbert, 2001. 7 Donna Haraway hefur fært rök fyrir að slík staðsetning sé frekar grundvöllur hlutlægni heldur en ef því er sleppt að staðsetja sig í fræðitexta. Sjá Haraway, 1988. 8 Að staðsetja sig fræðilega sprettur upp úr femínískri og eftirnýlendustefnu-gagnrýni á fræða- heiminn og meðvitundarleysi hans um ólíka stöðu fólks og hvernig ólíkar sjálfsmyndabreytur hafa áhrif á hugmyndir og orðræðu. Slík gagnrýni er ágætt dæmi um hvernig hugað er að sam- bandi valds og þekkingar. Hugur 2015-5.indd 124 5/10/2016 6:45:29 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.