Hugur - 01.01.2015, Page 138

Hugur - 01.01.2015, Page 138
138 Nanna Hlín Halldórsdóttir held að margar manneskjur séu svo hræddar við uppnám, hræddar sjálfar við að komast í uppnám, hræddar við að hafa manninn við hliðina á sér í uppnámi, að þær forðist slíkar samræður. Þess vegna er höfuðáhersla lögð á að við skulum vera vinir hérna, ekki verða of æst, ekki vera reið og að við hljótum að geta gert gott úr þessu. – Ég held að það sé ákveðin hætta við samræðuna að hún sé mistúlkuð á þennan hátt.72 Í þessum orðum lýsir Brynhildur í raun líkamleika gagnrýninnar hugsunar sem oft fær ekki nægjanlega umfjöllun þegar hugað er að gagnrýni. Maður finnur að hugmyndir og tilfinningar skapa alls kyns gleði, sársauka og upplifanir í öllum líkamanum. Það tekur á að hrista upp í heimsmyndinni. Hvernig má skapa rými þar sem næði fæst til að takast á við sjálfa sig og sína kenndu hugsun eða jafnvel fordóma? Vilji maður stunda gagnrýni á borð við þá sem ég hef verið að lýsa hér þá verður maður að sætta sig við takmarkanir eigin sjálfsskilnings og sjálfsþekkingar. Kannski er hægt að segja að við fórnum ákveðnu þekkingar(venju)öryggi fyrir margbreytilegri tilvistarmöguleika og að eiga þess kost að móta og skoða okkar eigið sjálf. Að henda út hugmynd um sjálfan sig og horfast í augu við takmarkanir þekkingar sinnar og hversu skilyrt hún er af fyrirfram gefnum þekkingarramma er að stofna sinni félagslegu tilvist í hættu. Sé því eitthvað sértækt við umræðu um gagnrýni og hvernig megi stuðla að gagnrýnu hugarfari er einna mikilvægast að huga að öruggu rými fyrir þau sem eru að takast á við nýjar hugmyndir um sjálf sig, samfélagið og heiminn. Það felst ávallt einhver áhætta í því að skoða þekkingarrammann á slíkan gagnrýnan hátt, rammann sem gerir tilveru okkar aðgengilega, og sjá glufurnar í rammanum til þess að opna fyrir nýjar leiðir til þess að vera. Ef við stundum sjálfsmótun í andófi eða óhlýðni við lögmál þekkingarrammans þá opnast möguleikinn á að létta af sér oki rammans en á sama tíma að stofna tilvist sinni sem sjálfsveru í hættu, vera í verufræðilega óöruggri stöðu. En þá gefst sá möguleiki að spyrja upp á nýtt: Hvaða líf er það sem hefur gildi í hvers kyns aðstæðum? Að glíma við siðferðislegar spurningar sem neyða okkur til að sleppa því að fella dóm, hafa skoðun, og takast í staðinn á við þessa áhættusömu gagnrýnu iðju sem hér hefur verið lýst.73 Lokaorð Við búum svo vel í dag að hugað hefur verið að gagnrýni í íslensku fræðasamfé- lagi í hartnær fjörutíu ár og sú hefð tók stakkaskiptum við efnahagshrunið. Engu að síður virðist hún að einhverju leyti hafa gerst í fræðilegu tómarúmi heimspek- innar þegar auðveldlega hefði verið hægt að skoða hana bæði þverfaglega innan fræðaheimsins og í frekara sambandi við hvernig megi iðka hana tilfinningalega, til dæmis í skólakerfinu. Markmið þessarar greinar hefur verið að koma með nýja 72 Róbert Jack, Hreinn Pálsson, Brynhildur Sigurðardóttir, 2010: 27–28. 73 Butler, 2002: 221 Hugur 2015-5.indd 138 5/10/2016 6:45:35 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.