Hugur - 01.01.2015, Page 149

Hugur - 01.01.2015, Page 149
 Frammi fyrir lífinu og dauðanum 149 nein teljandi áhrif á merkingarheiminn fyrir dauðann er erfitt að sjá hvernig „[h] ugtök, tungumál, bókasöfn, samfélagskerfi af öllu tagi og fræðikenningar tilheyra þessum heimi merkingar“ (206), eins og Páll heldur fram. Jafnframt segir hann að við dauðann verðum við íbúar í merkingarheiminum um alla eilífð og að Platon og Sókrates séu íbúar í merkingarheimi sem við tökum mið af (210). Ef Platon, Sókrates og allir hinir sem hafa dáið eru hluti af merkingarheiminum þá hljóta þeir að hafa haft áhrif á hann í lifanda lífi. Á Páll þá við að þetta fólk hafi bara haft lítil áhrif á hinn sjálfstæða merkingarheim? Ég veit það ekki. Ég kem þessu ekki heim og saman. Í raun virðist mér þessi tilraun Páls til að finna sjálfstæðan stað fyrir merk- ingarheiminn óþörf. Þó að merkingarheimurinn sé bara í mannheiminum og menningunni og fólkinu og bókunum og samfélagskerfunum og tungumálunum og svo framvegis, er hann auðvitað sjálfstæður gagnvart einstaklingunum. Hvert og eitt okkar getur ekkert ráðskast með merkinguna að vild. Þess vegna virðist mér þessi tilraun Páls til að hnika merkingarheiminum inn á eitthvert sjálfstætt svið óþörf. Ástæða Páls var þó kannski sú að hann vildi finna stað fyrir ódauðleikann. Hann virðist hafa hafnað því fyrir sjálfan sig að líkami eða hugur lifi áfram, en segir að við dauðann verðum við íbúar í merkingarheiminum um alla eilífð (210). Það má hins vegar minna á að þessi tegund ódauðleika eða eftirlífs er vel þekkt bæði meðal heimspekinga og annars staðar í menningunni og er þar engin þörf á sjálfstæðum merkingarheimi. Í Hávamálum stendur: „Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr“ (76). Kannski er þetta ekki nákvæmlega það sem Páll á við. Það má vera að Platon komist nær þessu í Samdrykkjunni þegar hann talar um að verk skáldanna veiti þeim ódauðleika (209c–d). Og er það ekki þessi tegund af ódauðleika sem gerir það að verkum að Platon er eitthvað fyrir okkur? Hann skrifaði rit sem hafa varðveist og því er hann svo stór hluti af merkingarheiminum. Og það er auðvitað vegna þess sem Páll gerði í mannheiminum í lifanda lífi sem hann á eftir að lifa. Lokaorð Eins og ég byrjaði á að minnast Páls, verð ég að gera það einnig hér í lokin, því þó að ég sé ekki að öllu leyti sáttur við þessa síðustu grein hans, greinina um dauð- ann, er ég auðvitað sáttur við Pál og miklu meira en það. Hann ól mig upp í köllun heimspekinnar og fyrir það er ég honum þakklátur. Hann er okkur íslenskum heimspekingum fyrirmynd með hugrekkinu sem hann sýndi í verki með því að fjalla um lífið frammi fyrir lífinu og dauðann frammi fyrir dauðanum.12 12 Ég þakka Ármanni Halldórssyni gagnlegan yfirlestur. Hugur 2015-5.indd 149 5/10/2016 6:45:39 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.