Hugur - 01.01.2015, Side 160
160 Hugur | Ritdómar
er haldið að hér verður ekki reynt að gera
grein fyrir kostum og löstum hvers kafla
fyrir sig eða reynt að gera ágreining um
túlkanir á einstökum atriðum. Nægir
að segja að höfundarnir hafi allir skilað
góðu verki. Hver kafli fyrir sig er í senn
skýr, fræðandi og tekst á áhugaverðan
hátt við verk þess heimspekings sem er
til umfjöllunar hverju sinni. Jafnvel þeir
lesendur sem telja sig þekkja vel til verka
þeirra gætu átt eftir að sjá þau í nýju
ljósi. Hver ritgerð ber vott um sjálfstæða
glímu við röksemdir, forsendur og aðferð
þess heimspekings sem er til umfjöllunar
og oft er unnið með hugmyndir þeirra
á spennandi og nýstárlegan hátt. Þess
verður þó að geta að á stökum stað örlar á
því að bæði lýsingar og greiningar á verk-
um, stöðu eða áhrifum þeirra heimspek-
inga sem fjallað er um, verði allt að því
mærðarlegar. Hvergi keyrir þó um þver-
bak og vísast hafa aðstandendur verksins
gætt mjög að því að lesandinn fái hvergi
tilefni til þess að draga hlutlægni ritgerð-
anna í efa. Enda hlýtur hver gagnrýninn
lesandi að vera vel á verði þegar það ligg-
ur fyrir að í flestum ritgerðanna eru ýmist
þáverandi eða fyrrverandi nemendur að
skrifa um kennara sína.
Eins og fyrr segir má frekar líkja ritinu
við röð stakra andlitsmynda eftir ólíka
höfunda en heildstæðrar myndar af því
dýnamíska heimspekilega landslagi sem
vísað er til í formála verksins. Þannig má
sjá töluverðan mun á því hvernig hver
höfundur skilgreinir viðfangsefni sitt.
Þannig er sumum ritgerðanna fylgt úr
hlaði sem yfirlitum (e. review) um heim-
speki viðkomandi heimspekings meðan
aðrar leggja áherslu á að greina frá helstu
þemum (e. themes) eða viðfangsefnum (e.
topics) þeirra. Sumar leggja aftur á móti
áherslu á að einungis sé fjallað um tiltek-
inn hluta af höfundarverki viðkomandi
heimspekings og raunar á það við um
þær flestar enda þröngt skorinn stakkur.
Hver ritgerð hefur sín höfundareinkenni
en þegar allt kemur alls má engu að síður
segja að nálgun þeirra sé áþekk. Í ljósi
markmiða ritsins myndi þó engan undra
ef lesandinn óskaði þess að meira sam-
ræmi væri milli efnistaka og framsetn-
ingar hverrar ritgerðar. Í því sambandi
má t.a.m. nefna að ekki er samræmi hvað
varðar notkun millifyrirsagna, efnisskip-
un ritgerðanna er ólík og þáttum eins og
menntun og helstu áhrifavöldum hvers
heimspekings er gerð mjög mismikil skil.
Þá má og halda því fram að gera hefði
mátt markvissari tilraun til að draga
fram þá þræði sem liggja á milli verka
og hugmynda þeirra heimspekinga sem
fjallað er um og tengja heimspekilega
ástundun þeirra að einhverju leyti saman.
Með þeim hætti hefði verið hægt að sýna
að hvaða leyti íslenskir heimspekingar
hafa fengist við sömu viðfangsefni, hvað
þeir eiga helst sameiginlegt, hvar ber
mest í milli, hvað einkennir þá sem hóp
og hvað einkennir fræðilega samræðu
íslenskra heimspekinga í samtímanum.
Hugsanlega má skýra þá staðreynd að
þessi leið var ekki farin í ljósi þess að
íslenskir heimspekingar hafa sjálfir ekki
lagt ríka áherslu á þennan þátt í verkum
sínum. Eins og bent er á í kaflanum um
heimspeki Arnórs Hannibalssonar, þá
hefur t.a.m aldrei verið sterk hefð fyrir
opinni og skrásettri samræðu um heim-
spekilega sannfæringu (e. philosophical
belief ) innan heimspekideildar Háskóla
Íslands (þ.e. heimspekiskorar og síðar
námsbrautar í heimspeki).
Að öllu framansögðu er rétt að taka
fram að Inquiring into Contemporary
Icelandic Philosophy er alls ekki sundur-
laust verk. Því þó svo að líta megi á
hvern kafla sem sjálfstæða svipmynd af
tilteknum heimspekingi myndar heildin
sterka línulega frásögn í huga lesandans.
Stafar það fyrst og fremst af því að efn-
isskipanin er krónólógísk, þ.e.a.s. ritið
tekur hvern heimspeking til umfjöllun-
ar í aldursröð frá þeim elsta til yngsta.
Í ljósi þess er ekki annað en eðlilegt að
lesandinn nálgist verkið sem sögulega
Hugur 2015-5.indd 160 5/10/2016 6:45:45 AM