Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 17
Hugur | 28. ár, 2016–17 | s. 17–28
Christopher Mole
Skylduboðið um að veita athygli
1 Athygli er verðmæt
Aðeins með hneykslanlegri umleitun til dei ex machina kemst Sókrates – undir
lok Menóns – að lausn vandans sem hann og Menón hafa glímt við. Ráðgátan
felst í því hvernig hægt sé að öðlast dygð. Ex machina-skírskotunin kemur fram
þegar Sókrates segir okkur að svo „virðist sem dygðin gefist þeim sem hún gefst
fyrir guðlegt tilstilli“ (100b).
Hvað niðurstöðuna varðar, er hún fyrirmynd óráðinna niðurstaðna. Hún stend-
ur því eftir sem ögrun við lesandann, en Platon er of slunginn rithöfundur til þess
að ögra lesandanum á þann hátt án þess að gefa fyrst vísbendingar um hvar svar
gæti verið að finna. Rétt áður en hann leitar á náðir guðanna, hefur hann hvatt
okkur til þess að undrast hugmyndina um að þekking sé ákjósanlegri en ‘rétt
meining’. Manneskja sem býr yfir þekkingu hlýtur að hafa rétt fyrir sér, en sú sem
hefur meiningu getur, hafi hún heppnina með sér, haft engu síður rétt fyrir sér.
Í þessu tilfelli gætu sú sem býr yfir meiningu og sú sem býr yfir þekkingu báðar
komist klakklaust leiðar sinnar í heiminum á grundvelli sannfæringar sinnar. Rétt
meining myndi þá engu síður leiða til velgengni heldur en þekking (97d). Menón
vill samt sem áður halda því fram að staða þeirrar manneskju sem býr yfir þekk-
ingu sé fremri þeirri sem hefur sanna meiningu. Sókrates leggur til að yfirburði
hennar megi útskýra með stöðugleika hennar.
Drög að þessari skýringu eru gefin til kynna með samlíkingu, sem á allt sitt
undir ævintýralegri snilli Daídalosar, hugvitsmanni og smið grískrar goðafræði,
sem var ábyrgur fyrir völundarhúsi Mínótárosar, vængjum Íkarosar og öðrum
álíka undraverðum og örlagaríkum verkfræðilegum afrekum. Sókrates ber sann-
ar skoðanir saman við „styttur Daídalosar“, sem (væntanlega vegna ótrúlegra
líkinda þeirra við lifandi verur frekar en hversu útsettar þær séu fyrir þjófnaði)
„hlaupa líka í burtu og strjúka ef þær eru ekki bundnar, en eru kyrrar ef þær eru
bundnar“ (97e).1 Samlíkingin er eftirtektarverð vegna þess hversu skringileg hún
1 Í Stjórnspekinni minnist Aristóteles einnig á styttur Daídalosar, og segir þær vera svo raunveru-
legar að þær séu nánast lifandi.
Hugur 2017-6.indd 17 8/8/2017 5:53:13 PM