Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 87

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 87
 Þegar varir okkar tala saman 87 elski hvor aðra. Saman. Til að reiða fram rétt orð þyrftu þær að halda sig hvor frá annarri. Greinilega í fjarlægð hvor frá annarri. Fjarlægar hvor annarri, og á milli þeirra eitt orð. En hvaðan kæmi það orð? Kórrétt orð, lokað um sjálft sig, vafið utan um merkingu sína. Óbrotið. Þig. Mig. Hlæðu eins og þig lystir ... Óbrotið, þá væri það ekki lengur þú eða ég. Án vara er það ekki lengur við. Eining orðanna, sannleikur þeirra, tilhlýðileiki þeirra, það er skortur þeirra á vörum. Gleymska varanna. Orð eru þögul, sögð í eitt skipti fyrir öll. Lokuð um sig á tilhlýðilegan hátt þannig að merking þeirra − blóð þeirra − renni ekki út. Líkt og börn manna? Ekki okkar börn. Og hvað höfum við annars að gera með barn, er það það sem við þráum? Hér og nú: nálæg. Karlar, konur, búa til börn til að holdgera það hvernig þau nálgast og skiljast að. En við? Ég elska þig, bernska mín. Ég elska þig, sem ert hvorki móðir (afsakaðu, móðir mín, en ég vil heldur að þér séuð kona) né systir. Hvorki dóttir né sonur. Ég elska þig – og megi það einu gilda þar sem ég elska þig hvert sem ætterni feðra okkar er og/eða þykjustu-karlaþrár þeirra. Og ættfræðistofnanir þeirra – hvorki eiginmenn né eiginkonur. Engin fjölskylda. Engar manngerðir, hlutverk eða iðjur – tímgunarlög þeirra. Ég elska þig: líkama þinn þar hér núna. Ég/þú snertir þig/ mig, það nægir okkur alveg til að finna að við erum lifandi. Opnaðu varir þínar, en ekki bara opna þær. Ég opna þær ekki bara. Þú/ég erum hvorki opnar né lokaðar. Við skiljumst aldrei bara að: stakt orð verður ekki borið fram. Framleitt, borið fram af munnum okkar. Milli vara þinna/minna kallast ætíð á fjölmargt sungið, fjölmargt sagt. Án þess að annað, önnur, sé nokkurn tím- ann aðskilin frá hinni. Þú/ég: erum alltaf margar í senn. Og hvernig gæti annar, önnur, drottnað yfir hinu? Með yfirgnæfandi rödd sinni, tón sínum, merkingu sinni? Þær greina sig ekki að. Það þýðir ekki að þær renni saman. Þið náið þessu ekki? Ekki frekar en þær ná utan um ykkur. Talaðu samt. Að tungumál þitt sé ekki einþætt, ein einstök keðja, einn einstak- ur vefur, það er okkar lán. Það kemur hvaðanæva í senn. Þú snertir mig alla í senn. Í öllum skilningi. Einn söngur, ein ræða, einn texti í senn, af hverju? Til að tæla, fylla upp í, breiða yfir eina af „holunum“ mínum? Með þér er ég ekki með neinar holur. Við erum ekki skortur, op sem bíða eftir viðurværi, fyllingu eða fullgerv- ingu frá öðrum. Að varir okkar geri okkur að konum þýðir ekki að það sem skipti okkur máli sé að borða, neyta, fylla okkur. Kysstu mig. Tvær varir kyssa tvær varir: hið opna gefst okkur á ný. Okkar „heimur“. Og leiðin að innan og út, að utan og inn, kann sér engin mörk okkar á milli. Án enda. Skipti sem engin sylgja, enginn munnur fær stöðvað. Okkar á milli hefur húsið enga veggi lengur, rjóðrið enga afmörkun, tungumálið enga hringvísun. Þú kyssir mig: heimurinn er svo stór að allir sjónbaugar hverfa. Við, ófullnægðar? Já, ef það þýðir að við verðum aldrei endanlegar. Ef ánægja okkar felst í því að hreyfa okkur, að hreyfa við okkur, án afláts. Alltaf á hreyfingu: hið opna hvorki gengur til þurrðar né mettast. Hugur 2017-6.indd 87 8/8/2017 5:53:34 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.