Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 87
Þegar varir okkar tala saman 87
elski hvor aðra. Saman. Til að reiða fram rétt orð þyrftu þær að halda sig hvor frá
annarri. Greinilega í fjarlægð hvor frá annarri. Fjarlægar hvor annarri, og á milli
þeirra eitt orð. En hvaðan kæmi það orð? Kórrétt orð, lokað um sjálft sig, vafið
utan um merkingu sína. Óbrotið. Þig. Mig. Hlæðu eins og þig lystir ... Óbrotið,
þá væri það ekki lengur þú eða ég. Án vara er það ekki lengur við. Eining orðanna,
sannleikur þeirra, tilhlýðileiki þeirra, það er skortur þeirra á vörum. Gleymska
varanna. Orð eru þögul, sögð í eitt skipti fyrir öll. Lokuð um sig á tilhlýðilegan
hátt þannig að merking þeirra − blóð þeirra − renni ekki út. Líkt og börn manna?
Ekki okkar börn. Og hvað höfum við annars að gera með barn, er það það sem við
þráum? Hér og nú: nálæg. Karlar, konur, búa til börn til að holdgera það hvernig
þau nálgast og skiljast að. En við?
Ég elska þig, bernska mín. Ég elska þig, sem ert hvorki móðir (afsakaðu, móðir
mín, en ég vil heldur að þér séuð kona) né systir. Hvorki dóttir né sonur. Ég
elska þig – og megi það einu gilda þar sem ég elska þig hvert sem ætterni feðra
okkar er og/eða þykjustu-karlaþrár þeirra. Og ættfræðistofnanir þeirra – hvorki
eiginmenn né eiginkonur. Engin fjölskylda. Engar manngerðir, hlutverk eða iðjur
– tímgunarlög þeirra. Ég elska þig: líkama þinn þar hér núna. Ég/þú snertir þig/
mig, það nægir okkur alveg til að finna að við erum lifandi.
Opnaðu varir þínar, en ekki bara opna þær. Ég opna þær ekki bara. Þú/ég erum
hvorki opnar né lokaðar. Við skiljumst aldrei bara að: stakt orð verður ekki borið
fram. Framleitt, borið fram af munnum okkar. Milli vara þinna/minna kallast
ætíð á fjölmargt sungið, fjölmargt sagt. Án þess að annað, önnur, sé nokkurn tím-
ann aðskilin frá hinni. Þú/ég: erum alltaf margar í senn. Og hvernig gæti annar,
önnur, drottnað yfir hinu? Með yfirgnæfandi rödd sinni, tón sínum, merkingu
sinni? Þær greina sig ekki að. Það þýðir ekki að þær renni saman. Þið náið þessu
ekki? Ekki frekar en þær ná utan um ykkur.
Talaðu samt. Að tungumál þitt sé ekki einþætt, ein einstök keðja, einn einstak-
ur vefur, það er okkar lán. Það kemur hvaðanæva í senn. Þú snertir mig alla í senn.
Í öllum skilningi. Einn söngur, ein ræða, einn texti í senn, af hverju? Til að tæla,
fylla upp í, breiða yfir eina af „holunum“ mínum? Með þér er ég ekki með neinar
holur. Við erum ekki skortur, op sem bíða eftir viðurværi, fyllingu eða fullgerv-
ingu frá öðrum. Að varir okkar geri okkur að konum þýðir ekki að það sem skipti
okkur máli sé að borða, neyta, fylla okkur.
Kysstu mig. Tvær varir kyssa tvær varir: hið opna gefst okkur á ný. Okkar
„heimur“. Og leiðin að innan og út, að utan og inn, kann sér engin mörk okkar
á milli. Án enda. Skipti sem engin sylgja, enginn munnur fær stöðvað. Okkar
á milli hefur húsið enga veggi lengur, rjóðrið enga afmörkun, tungumálið enga
hringvísun. Þú kyssir mig: heimurinn er svo stór að allir sjónbaugar hverfa. Við,
ófullnægðar? Já, ef það þýðir að við verðum aldrei endanlegar. Ef ánægja okkar
felst í því að hreyfa okkur, að hreyfa við okkur, án afláts. Alltaf á hreyfingu: hið
opna hvorki gengur til þurrðar né mettast.
Hugur 2017-6.indd 87 8/8/2017 5:53:34 PM