Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 167
Sköpun, kerfi og reynsla 167
hugann þegar við erum að fást við þessa tegund skapandi hugsunar. Þessa tegund
sköpunar mætti kalla S-sköpun (söguleg sköpun).
Það er þó ekki einvörðungu stigsmunur á þessum tveimur tegundum sköpunar.
Eins og Boden bendir réttilega á, þá skilgreinum við S-sköpun út frá sögulegu
samhengi, okkur skjátlast oft um það hvenær eitthvað er S-sköpun, og í mjög
mörgum tilfellum er engin leið að komast að því. Hver veit, kannski höfðu ein-
hverjir uppgötvað ljósaperuna á undan Edison, en einfaldlega ekki búið hana til?
Hugmyndin um S-sköpun byggir þannig á sögulegum aðstæðum og þekking á
því hvenær hún á sér stað verður aldrei fullkomin, eða samkomulag um hana.
Það er því ekki líklegt til árangurs að nota hana sem grunn undir hugmyndir um
sköpun almennt. Það er líklegra til árangurs að nota hugmyndina um P-sköpun í
þeirri von að hún útskýri líka öll tilfelli S-sköpunar.5
Það eru tvær ástæður fyrir því að þessi greinarmunur á tegundum sköpunar er
mikilvægur. Annars vegar sýnir hann að hugmyndir okkar um hvað er sköpun og
hvenær skapandi hugsun eða athöfn á sér stað eru flóknar og margþættar (meira
um það hér fyrir neðan) og hins vegar gerir þessi greinarmunur okkur kleift að
hugsa um sköpun í ákveðnu samhengi, eða á ákveðinn hátt, sem kemur til með
að koma sér vel síðar í greininni. Það eru vitanlega til aðrar aðferðir og nálganir
við að útskýra eða greina sköpun og sköpunargáfu, en þennan greinarmun Boden
ættu flestir að geta fallist á, og enn fremur fallist á að hann er hjálplegur þegar átt
er við þetta fyrirbrigði. Hjálpin felst í því að skýra að hluta hverslags fyrirbrigði
það er sem við erum að fást við og hvernig skýringu við erum að leita að.
Annað einkenni á því hvernig við tölum um sköpun í daglegu máli er að oft
virðist vera innifalinn gildisdómur í því að tala um ákveðinn hlut sem afurð sköp-
unargáfu, eða sem ákveðna athöfn sem skapandi. Frumlegt, einstakt og nýtt eru allt
umsagnir sem fela í sér ekki aðeins fullyrðingu um tilurð eða eiginleika hlutarins
eða athafnarinnar, heldur ekki síður jákvæðan gildisdóm. Hér verður reynt að
forðast eftir fremsta megni slíka gildisdóma. Ég hef ekki í hyggju að leggja neins
konar mælikvarða á gildi þeirra skapandi athafna eða hluta sem eru til umfjöll-
unar (eins og pítudæmið hér að ofan ætti að sýna), heldur aðeins að fjalla um það
hvað það er, sálfræðilega eða verufræðilega, sem gerir það að verkum að við getum
greint slíkar athafnir eða hluti frá öðrum athöfnum eða hlutum. Hér fylgi ég for-
dæmi Boden (2005) og Brannigan (1981).6 Það er þó ekki hægt að afgreiða þátt
gildisdóma í umsögnum af þessu tagi án þess að minnast á ákveðið atriði. Stund-
um virðist gildisdómurinn vera algerlega samofinn því hvort við teljum hugmynd
skapandi eða ekki. Þetta má orða sem svo að dómurinn um það hvort hugmynd
sé athyglisverð eða eigi sér framhaldslíf, t.d. í athöfn, felst í einhvers konar mati á
gildi hugmyndarinnar, en ekki í mati á því hvort hugmyndin er skapandi í þeim
skilningi að vera ný eða óvænt, og ólík fyrri hugmyndum. Auðfundin dæmi um
þetta eru setningar sem hægt er að setja saman nánast fyrirhafnarlaust, og eru
algerlega nýjar, fara eftir málfræðilegum reglum, en þýða annaðhvort ekki neitt,
eða eitthvað svo undarlegt að það er ekki einu sinni áhugavert. Annað dæmi, sem
5 Boden 2005: 244–245.
6 Boden 2005, Brannigan 1981.
Hugur 2017-6.indd 167 8/8/2017 5:53:59 PM