Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 18
18 Christopher Mole
er. Sókrates gerir ósennileika strokustyttna bersýnilegan og stríðir Menóni með
honum og spyr:
Sókrates: Veiztu þá af hverju þú undrar þig yfir því [yfirburðum þekkingar
gagnvart ‘réttri meiningu’], eða á ég að segja þér það?
Menón: Blessaður segðu mér það.
Sókrates: Það er af því þú hefur ekki tekið rétt eftir myndastyttunum hans
Daídalosar. En kannski hafið þið engar myndastyttur.
Menón: Hvað ertu nú að fara?
Sókrates: Að þessar myndastyttur hlaupa líka burtu og strjúka ef þær eru
ekki bundnar, en eru kyrrar ef þær eru bundnar.
Menón: Og?
Sókrates: Það er ekki mikið í það varið að útvega sér þá af smíðisgripum
Daídalosar sem lausir eru eins og strokumenn … (97 d, e).2
Eins og gjarnan er raunin þegar sér fyrir endann á sókratískri samræðu, fær les-
andinn það á tilfinninguna að einhver sérstök írónía sé að verki og að Platon geti
í raun og veru ekki ætlast til þess að okkur finnist þessi undarlega samlíking segja
alla söguna á fullnægjandi hátt.
Ein ástæða til þess að vera ósáttur við skýringuna sem samlíking Sókratesar
gefur til kynna er sú að þegar einhver öðlast það sem er aðeins meining – jafn-
vel þótt sú meining sé sönn – getur verið að manneskjan hafi einfaldlega dottið
niður á það sem reyndist vera rétt skoðun. Kröfurnar á handhafa þekkingar eru
meiri. Við það að öðlast þekkingu, þurfa þeir yfirleitt að hafa tekið þátt í einhvers
konar athöfn þar sem þeir verða áskynja hverra þeirra staðreynda sem skipta máli.
Athöfnin gæti hafa falist í samræðu, skynjun eða rökhugsun. Hvort heldur sem er,
gæti það krafist færni. Þegar Sókrates staðhæfir stöðugleika þekkingar og hverful-
leika órökstuddrar skoðunar, vísar hann okkur á þær breytingar sem verða líklegar
eftir að ástandi þekkingar eða skoðunar hefur verið náð, og eftir að sú vinna sem
krefst færni við að komast í slíkt ástand hefur átt sér stað. En með því að útskýra
yfirburði þekkingar einungis með tilvísun í stöðugleika hennar, er litið fram hjá
þeirri staðreynd að sá sem býr yfir þekkingu hefur þegar gert tilkall til yfirburða
gagnvart þeim sem hefur myndað sér skoðun í gegnum ferlið sem þekkingar hans
var aflað. Þessu tilkalli til yfirburða er sleppt í tillögu Sókratesar, en þessi yfirsjón
er dregin fram í dagsljósið með samlíkingu hans við styttur Daídalosar: Fram-
úrskarandi ágæti Daídalosar fólst vissulega ekki í því að halda styttum sínum; það
fólst í því að skapa þær. Hefði Platon aðeins viljað draga upp mynd af einhverju
sem er líklegt til þess að strjúka þegar það er ekki bundið niður, hefði tilgangi
hans verið þjónað á mun venjubundnari hátt (með samanburði eins og þeim sem
er notaður í Þeaítetosi (197c), á þekktum staðreyndum og fuglum í búri). Sókrates
2 Í þessu samtalsbroti styðst ég við þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar, Platón 1993. (Athugasemd
þýðanda).
Hugur 2017-6.indd 18 8/8/2017 5:53:14 PM