Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 152

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 152
152 Finnur Dellsén Með öðrum orðum eru skilyrtu líkurnar á A að gefnu B í réttu hlutfalli bæði við líkurnar á A og við skilyrtu líkurnar á B að gefnu A, en í öfugu hlutfalli við lík- urnar á B. Oft er betra að notast við aðra útgáfu reglunnar sem er jafngild þessari: Regla Bayes á öðru formi. p(A | B)= p(A)p(B | A) p(A)p(B | A)+ p(¬A)p(B | ¬A) Til eru fleiri útgáfur reglunnar en við látum þetta duga hér. Vert er að athuga að regla Bayes er í sjálfu sér ekki heimspekileg kenning heldur setning í líkindafræði, en þekkingarfræðilegt mikilvægi hennar kemur fram ef við gerum ráð fyrir því að skynsamir einstaklingar eigi að dreifa trúnaði sínum í samræmi við frumsendur líkindafræðinnar. Ástæðan er sú að regluna leiðir af þessum frumsendum (rétt eins og rökleiðsluregluna) og því þarf trúnaður skynsamra einstaklinga að virða regluna samkvæmt bayesískri þekkingarfræði. Við þetta má bæta að í bayesískri þekkingarfræði er einnig fjallað um hvernig við eigum að breyta trúnaði okkar eða uppfæra hann í ljósi nýrra gagna sem við öflum okkur. Um þetta fjallar setning sem að sumra mati er kjarninn í bayesískri þekkingarfræði, svonefnd bayesísk skilyrðing (e. Bayesian conditionalization).19 Nánar tiltekið kveður bayesísk skilyrðing á um að trúnaður manns gagnvart til- tekinni fullyrðingu A, eftir að gagnanna G hefur verið aflað, skuli vera jafn mikill og sá trúnaður sem maður hafði áður á A að gefnu G. Í bayesískri þekkingarfræði er þetta jafngilt því að setja pe(A) = pf (A | G) þar sem pf(-) lýsir líkunum fyrir öflun gagnanna G og pe(-) lýsir líkunum eftir öflun gagnanna G. Bayesísk skilyrðing kveður í raun á um tiltekna tegund af samkvæmni yfir tíma, þ.e.a.s. að allar breytingar á skoðunum okkar eigi að taka mið af skilyrtum líkum fyrri tíma. Rétt er að vekja athygli á því að samkvæmt reglu Bayes er þetta jafngilt því að setja: pe(A) = pf (A)pf (A | G) pf (G) Þetta er sú útgáfa af bayesískri skilyrðingu sem oftast er sett fram, enda segir hún okkur í vissum skilningi mun meira en sú fyrri þótt auðvitað séu þessar setningar jafngildar í líkindafræði. Best er að átta sig á hvað þetta þýðir allt saman með því að skoða dæmi. Kári, sem er sjö ára, bauð mér nýlega að spila við sig spil sem ég kannaðist ekki við. Kári sagðist kunna reglurnar og ég treysti honum þess vegna fyrir því að segja til um hver hefði unnið hverja umferð í spilinu. Eftir 10 umferðir hafði Kári hins vegar unnið hverja einustu umferð, og ég fór að gruna Kára um græsku. Ég vildi 19 Rétt er að taka fram að margir bayesískir þekkingarfræðingar hafa sett fram efasemdir um bayes- íska skilyrðingu og vilja annaðhvort hafna henni með öllu eða setja fram hófsamari útgáfu af henni. Sjá til dæmis Christensen 1991 og 1996. Hugur 2017-6.indd 152 8/8/2017 5:53:55 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.