Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 165

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 165
 Sköpun, kerfi og reynsla 165 mynd sem er ný fyrir honum (og/eða framkvæmir athöfn sem er ný fyrir honum), ekki bara í þeim skilningi að hann hafi aldrei fengið hana áður, heldur í þeim skilningi að hann gæti ekki hafa fengið hana áður. Hér skiptir ekki máli hvort einhver annar hafi fengið þessa sömu hugmynd, heldur aðeins að hún sé ný í þess- um stranga skilningi fyrir viðkomandi einstaklingi. Sama gildir um það ef hann framkvæmir athöfn sem er ný fyrir honum. Við getum tekið dæmi af því að leysa úr hversdagslegu úrlausnarefni eins og því að ákveða hvað á að vera í kvöldmat- inn. Ég setti nýlega fram þá lausn að hafa pítu með grilluðum pylsum í matinn. Þessa hugmynd hefði ég ekki getað fengið nema af því að ég hafði skömmu áður séð sjónvarpsþátt þar sem sýnd var eldamennska á pítum með fiski, og síðar um daginn varð mér gengið framhjá pylsubúð í hverfinu. Ég hafði aldrei séð pítur útbúnar og mér var því ómögulegt að fá hugmyndina fyrr en þarna. Ég hef eftir þetta aflað mér upplýsinga um pítugerð og komist að því að píta með pylsum er rótgróinn réttur. Það haggar þó ekki þeirri staðreynd að þessi lausn var skapandi, í sálfræðilegum skilningi, fyrir mig, sem einstakling. Síðara og strangara skilyrðið í hugmynd Boden er tilkomið vegna þess að það er vandséð hvernig við gætum greint hugmyndir sem eru aðeins nýjar, en krefjast ekki sköpunargáfu, frá þeim sem eru nýjar og krefjast sköpunargáfu, án þess að geta vísað til þess. Ég hef t.d. aldrei fengið hugmyndina að þessari setningu fyrr en ég skrifa hana, og því síður fengið þá hugmynd að skrifa hana, fyrr en núna, en það er ekki þar með sagt að hún krefjist sköpunargáfu til þess að verða til í skiln- ingi Boden. Ég hefði vel getað fengið þessa hugmynd fyrr, t.d. ef ég hefði byrjað fyrir viku síðan að skrifa þessa grein eða ef ég hefði átt samtal um efni þessarar greinar fyrr í dag. Setningin er ný, en hún er ekki ný í þeim skilningi að það hafi þurft sköpunargáfu til að setja hana fram. Ástæðan er sú að ég hefði vel getað sett hana fram fyrr, t.d. ef ég væri aðeins betur skipulagður sem höfundur. Það sama má í raun segja um flestar stakar setningar í íslensku. Ef ég kann þær reglur sem tungumálið byggir á, og hef sæmilegan orðaforða þá er í einhverjum skilningi hægt að búa til allar mögulegar setningar tungumálsins úr þessum efniviði, það er, allar setningar sem byggjast á orðaforða mínum.2 Möguleikinn sem hér er um að ræða er því í raun tölfræðilegur möguleiki, eða reiknanlegur möguleiki. Það má svo deila um hvort allir þessir möguleikar séu raunverulegir möguleikar, en það liggur fyrir utan umfjöllunarefni þessarar greinar. Í þessu felst ekki að það verði ekki sífellt til nýjar og nýjar setningar í tungumálinu, setningar sem engum hefur dottið í hug áður, heldur felst í þessu að þær setningar eru aðeins nýjar, en byggja ekki á sköpunargáfu, eða eru ekki skapandi í þeim skilningi sem hér er lagður í orðið. Tökum annað dæmi til að skýra betur hvað átt er við. Skák er ágætt dæmi um leik þar sem reglur gilda, og reglurnar segja til um hvað má og hvað má 2 Hér mætti t.d. benda á umfjöllun Andra Snæs Magnasonar, í Af ljóðum, þar sem hann notar hug- myndir sem þessar til að fjalla um ljóðagerð. Í grein sinni, „berwick“ fjallar Andri um bragarhætti og reiknanleika, og notar hugmyndina um ofurtölvu (eða ofurkerfi) til að greina og fjalla um tungumálið og það hvernig stendur á því að við virðumst oft hafa nokkuð góða hugmynd um það hvað við erum að tala um. Líkt og ég geri í næstu málsgrein, notar Andri dæmið af skák í rök- semdafærslu sinni, en kemst þó að nokkuð annarri niðurstöðu en ég. Sjá Andri Snær Magnason 2005. Hugur 2017-6.indd 165 8/8/2017 5:53:59 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.