Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 85
Þegar varir okkar tala saman 85
það er ekki okkar eigið. Við höfum flúið inn í eiginnöfn, sætt ofbeldi þeirra. Ekki
þitt, ekki mitt. Við eigum ekkert slíkt. Við skiptum þeim út eins og þeir skipta
okkur út, eins og þeir nota okkur. Það væri til merkis um mikla léttúð af okkar
hálfu að vera svona breytilegar, láta þá skipta okkur svona út.
Hvernig á ég að snerta þig ef þú ert ekki þarna? Blóð þitt orðið að skyni
þeirra.4 Þeir geta talað hver við annan, og um okkur. En – við? Komdu þér út
úr tungumáli þeirra. Reyndu að fara aftur í gegnum nöfnin sem þeir gáfu þér. Ég
bíð eftir þér, ég bíð eftir sjálfri mér. Komdu til baka. Það er ekki svo erfitt. Vertu
bara hér og þá einangrar þú þig ekki í leikþáttum sem búið er að leika, setningum
sem búið er að skilja og segja aftur og aftur, látbragði sem er alþekkt. Líkömum
sem búið er að kóða. Reyndu að huga að sjálfri þér. Mér. Án þess að láta viðteknar
venjur trufla þig.
Svona: ég elska þig beinist venjulega eða vanalega að leyndardómi: öðrum.
Öðrum líkama, öðru kyni. Ég elska þig: ég veit ekki alveg hvað. Ég elska streymir,
svelgist, drukknar, brennur, týnist, inn í ómælisdjúpið. Það verður að bíða þess að
„ég elska“ snúi aftur. Kannski lengi, kannski að eilífu. Hvað varð um „ég elska“?
Hvað varð um mig? Ég elska situr um hinn. Hefur hann gleypt mig? Skyrpt mér
út? Hertekið mig eða yfirgefið? Lokað mig inni eða kastað mér út? Hvernig er
hann núna? Ekki lengur ég? Þegar hann segir við mig: ég elska þig, gefur hann
mér þá sjálfa mig til baka? Eða er það hann sem gefur sig á þennan hátt? Hans
hátt? Minn? Sama? Annan? En hvað varð þá um mig?
Þegar þú segir ég elska þig – og ert hér um kyrrt, nálægt þér, nálægt mér – þá
segir þú ég elska sjálfa mig. Þú þarft ekki að búast við því að þetta skili sér til þín
aftur, ekki ég heldur. Ég skulda þér ekkert, þú skuldar mér ekkert. Þetta ég elska
þig er hvorki gjöf né skuld. Þú „gefur“ mér ekkert er þú snertir sjálfa þig, er þú
snertir mig: er þú lagar sjálfa þig til í gegnum mig. Þú gefur ekki sjálfa þig. Hvað
hefði ég við þessi sjálf að gera, þitt og mitt, vafin utan um gjöf? Þú gætir þín/mín
í sama mæli og þú breiðir þig/mig út. Þú finnur þig/mig í sama mæli og þú sýnir
þér/mér trúnað. Þessir valkostir, þessar andstæður, þessar ákvarðanir, þessir mark-
aðir eru ekki gjaldgengir. Okkar á milli. Nema með því að apa viðskipti þeirra
eftir, halda í hagkerfi þeirra, þar sem við á sér ekki stað.
Ég elska þig: deilum líkama. Óskipt. Hvorki þú né ég rofin. Ekkert blóð sem
þarf að úthella, okkar á milli. Engin þörf á sári til að minna okkur á að blóð sé til.
Það streymir um okkur, frá okkur. Blóðið er okkur kunnuglegt. Blóðið: nálægt.
Þú ert alveg rauð. Og samt svo hvít. Hvort tveggja í senn. Þú verður ekki rauð
þegar þú glatar einlægni þinni. Þú ert hvít af því að þú hefur ekki hörfað undan
blóðinu. Af okkur, hvítum og rauðum í senn, fæðast allir litir: bleikir, brúnir, ljósir,
grænir, bláir … Því þessi hvíta er engin uppgerð. Dautt blóð. Svart blóð. Upp-
gerðin er svört. Hún gleypir allt, lokuð, og reynir að lifna við. Árangurslaust …
4 Orðaleikur Irigaray með „blóð“ og „skyn“ felst í því að franska orðið sang („blóð“) er borið fram
eins og orðið sens („skyn, merking“). – Þýð.
Hugur 2017-6.indd 85 8/8/2017 5:53:33 PM