Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 43

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 43
 Heildarsýn 43 sér. Við erum þá ekki opin, næm eða móttækileg fyrir ofgnótt veruleikans, fyrir heiminum sem leiksviði hins fagra og góða.54 Hefur Korsgaard rétt fyrir sér? Til að svara slíkri spurningu þyrfti meðal annars að ræða hver þessi „við“ erum sem Korsgaard talar um og hvernig stendur á því að „við“ sjáum ekki lengur (getum ekki séð?) veruleikann sem annað og meira en eitthvað efnislegt og hart. Ef til vill þýða orð Korsgaard ekki annað en að tiltekin (vísindaleg) heimsmynd hafi orðið svo útbreidd í tilteknum hópi fólks á tilteknum tíma að hún hafi gert því erfitt að sjá aðra mynd – annan svip – á ásjónu heimsins. Er þetta ef til vill spurning um vissan tíðaranda og tískustrauma; er það einfaldlega ekki í tísku að sjá neitt annað en hið harða og efnislega í eðli veruleikans?55 Hvernig sem því er nú varið virðist óþarflega mikil alhæfing í því fólgin að ákveða fyrirfram hver heimsmynd fólks nú á dögum er. Þegar nánar er að gáð er einnig erfitt að sjá fyrir sér mannlíf eða mannlegt siðferði án grundvallarhæfileika fólks til að skynja og verða fyrir áhrifum af mikilvægi hlutanna. Þetta er vafalaust ein mikilvægasta ástæða þess að undrun hefur löngum verið álitin skilgreinandi eiginleiki manna; eitt af því sem gerir okkur að manneskjum.56 Undrun er andráin þegar veruleikinn opnast fyrir okkur og snertir okkur, ekki bara sem heimur kaldra, hlutlausra staðreynda, held- ur sem svið gilda og mikilvægis. Sá eða sú sem tekur undrunina alvarlega gerir það vegna þess að hún veit að þessi ástríða heimspekinnar felur í sér dýrmæta vitneskju sem ekki væri hægt að fá eftir öðrum leiðum. Þýðing heildarskilnings fyrir siðfræðina Ég hef í þessari grein tæpt á nokkrum atriðum sem gætu varpað ljósi á hvað sú tegund heildræns skilnings sem ég tengdi í upphafi við intellectus gæti falið í sér. Ég hef tengt slíkan skilning við þá afstöðu að veruleikinn sé undur og ofgnótt, það er leyndardómur sem er ævinlega að einhverju marki ofvaxinn skilningi okkar, ekki aðeins að stærð og margbreytileika heldur einnig að þýðingu og mikilvægi. En hverju breytir heildrænn skilningur af þessu tagi fyrir siðferðilega hugsun? Hvaða máli skiptir hann fyrir nálgun okkar á mannlega breytni og gott líf? Ég vil enda þessa grein á stuttri umræðu um spurningar af þessu tagi. Í greininni „Vision and Choice in Morality“ segir Iris Murdoch: Til er fólk sem hefur þá siðferðilegu grunnsannfæringu að við lifum öll í sama reynslu- og röklega skiljanlega heiminum og að siðferði sé fólgið í 54 Þetta þarf ekki að þýða að öll undrun sé úr sögunni. En það sem vekur þá undrun er ekki fyrst og fremst heimur fyrirbæranna heldur eitthvað sem er handan hans, eins og til dæmis siðalögmálið í heimspeki Immanuels Kant. Ágæta umfjöllun um þýðingu undrunar í heimspeki Kants er að finna í grein Patricks Frierson, „Kant and the End of Wonder“, í Deckard and Losonczi 2011: 285–309. 55 Hér er óbeint vísað til þeirrar athugasemdar Nietzsches að það sem mæli gegn kristni nú á dögum sé „smekkur okkar, ekki rök okkar“. Sjá Nietzsche 1974: 132. 56 Undrun er til dæmis gegnumgangandi stef í hinu mannlega ferðalagi Dantes á vit guðdómsins í Gleðileiknum guðdómlega, sjá Dante 2010. Dante, eins og fleiri miðaldamenn, líta á manninn, ant- hropos, sem hina háleitu veru sem lítur upp á festinguna og virðir fyrir sér stjörnurnar. Sjá Quinn 2002: 123. Hugur 2017-6.indd 43 8/8/2017 5:53:21 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.