Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 35

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 35
 Heildarsýn 35 og hann tengir slíka dóma við vissa tegund af reynslu, það er undrun andspænis tilvistinni: Ég held ég lýsi þessari reynslu best með því að segja að þegar mér er hún léð þá undrist ég að heimurinn skuli vera til. Og þá hneigist ég til að segja eitthvað á þessa leið: „Hvílíkt undur að eitthvað skuli yfirleitt vera til!“ Eða: „Hvílík stórmerki að veröldin skuli vera til!“27 Að sjá heiminn frá sjónarmiði eilífðarinnar er sem sagt ekki að sjá hann á hlut- lausan og kaldan hátt, eins og einhver fjarlægur guð sem er áhugalaus um sköp- unarverk sitt. Það er fremur að bregðast við heiminum í undrunarfullri spurn, það er í viðurkenningu á því að tilvist hans kemur að óvörum og er leyndardómur og kraftaverk.28 Wittgenstein er meðvitaður um að þessi afstaða til heimsins kemur ekki af sjálfu sér.29 Þetta er ekki sá svipur sem blasir oftast við okkur þegar við horfum á heiminn. Við erum venjulega á kafi hringiðu hins hversdagslega og sjáum allt með sljóvguðum augum vanans. Til þess að bera skynbragð á skilyrðis- laust gildi þurfum við á hinn bóginn að geta hafið okkur yfir slíkan sjónarhól og séð svip hins undursamlega á ásjónu hlutanna. Sé spurt hvað hið undursamlega í ásjónu hlutanna sé eiginlega, er svarið að það er sjálf tilvist þeirra séð undir sjónarhorni sem afhjúpar óútskýranleika hennar og undur. Þetta sjónarhorn er með öðrum orðum afstaða til alls sem er og felur því í sér alveg sérstaka tegund skilnings, sem mætti kalla heildar- eða veruskilning, vegna þess að hann felur í sér skýra vitund eða vitneskju um það í hvernig veruleika við lifum, sem við hefðum annars engan aðgang að. Þessi áhersla á undrunina er í góðu samræmi við þungan straum í vestrænni heimspekihefð allt frá upphafi. Í samræðu Platons, Þeaítetosi, 155 D, segir Sókrates að undrunin sé ástríða (e. pathos) heimspekingsins og heimspekin eigi sér ekk- ert annað upphaf. Þetta hefur verið túlkað sem svo að undrunin sé bæði upphaf og lögmál eða aflvaki heimspekinnar, það er að undrunin sé bæði ástæða hinnar heimspekilegu leitar að visku og það form sem leitin tekur á sig.30 Þótt íslenska orðið undrun gefi það ekki til kynna þá eru náin tengsl milli þess að undrast og þess að sjá, eins og kemur í ljós þegar gríska og latneska orðið yfir undrun er skoðað. Orðsifjalega er gríska orðið yfir undrun, thaumazein, dregið af orði yfir sjón, thea, sem er kjarni enskra orða á borð við theater – sjónleikahús – og theory. Svo náin eru þessi tengsl að því má jafnvel halda fram að rétt þýðing á 27 Wittgenstein 1968. 28 Samanber setningu Wittgensteins í Tractatus, 6.44: „Hið leyndardómsfulla er ekki hvernig heimurinn er heldur að hann er“, Wittgenstein 1971, og athugasemd hans í Culture and Value: „Maður gæti sagt: listin sýnir okkur kraftaverk náttúrunnar. Hún byggist á hugtakinu um krafta- verk náttúrunnar. (Blómstrið sem opnast. Hvað er undursamlegt við það?) Við segjum: „Sjáðu bara hvernig það opnast!““ Sjá Wittgenstein 1984: 56. 29 Wittgenstein hefur sérstaklega litla trú á því að undrunarrík afstaða til heimsins geti þrifist í heimi sem er mótaður af vísindalegum þankagangi, því „vísindin nálgast staðreyndir á allt annan hátt en þann sem þarf til að sjá kraftaverk“. Sjá Wittgenstein 1968. Vísindin svæfa fólk fremur en að vekja það til undrunar: „Maðurinn þarf að vakna til undrunar – og ef til vill einnig þjóðir. Vísindi eru leið til að svæfa hann á ný.“ Sjá Wittgenstein 1984: 5. 30 Arendt 1981: 114. Hugur 2017-6.indd 35 8/8/2017 5:53:18 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.