Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 30

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 30
30 Jón Ásgeir Kalmansson sögu. Þýski heimspekingurinn Josef Pieper orðar það til dæmis svo að hugsuðir fornaldar og miðalda hafi verið á einu máli um að skilningsgáfa mannfólksins væri hvort tveggja í senn ratio og intellectus – rökleg, greinandi hugsun annars vegar og hins vegar einföld yfirsýn eða innsæi (lat. simplex intuitus) þar sem hið sanna birtist huganum eins og landslag birtist auganu.1 Hin greinandi hugs- un var samkvæmt þessu ávallt álitin í samfylgd með og gegnsýrð af opinni og íhugandi vitund um veruleikann. Heimspekingar fyrri alda litu jafnvel svo á að heimspeki væri í grunninn leit innsæisins að sannleika með hjálp rökhugsunar- innar. Að minnsta kosti var hugmyndin sú að við gætum án hvorugrar skilnings- gáfunnar verið. En hvað er átt við þegar talað er um heildrænan skilning? Hvað felur hann í sér og hvers vegna skiptir hann máli? Í þessari grein mun ég leitast við að varpa ljósi á hinn heildræna þátt skilningsins og hvaða máli hann skiptir í siðferðilegri hugs- un. Til að ræða um mikilvægi heildarsýnar í siðferðilegri hugsun byrja ég á því að skoða umfjöllun Wittgensteins um svipasýn (e. aspect-seeing). Þeirri umfjöllun er meðal annars ætlað að draga fram tengsl skilnings og sýnar eða heildarafstöðu. Þessu næst ræði ég um mikilvægi undrunarinnar, en heimspekingar á borð við Platon litu svo á að undrunin væri upphaf og aflvaki heimspekinnar. Ég held því fram að skilningur á eðli og þýðingu undrunarinnar sé lykilatriði til að átta sig á því hvað heildræn sýn og skilningur felur í sér. Þá dýpka ég umræðu mína um þýðingu undrunarinnar með því að ræða annað og tengt hugtak, það er hugtakið leyndardómur. Tilgangurinn með umræðunni um leyndardóms-hugtakið er að sýna hve náið veruleikaskilningur okkar og siðferðisskilningur tengjast. Að líta á heiminn sem leyndardóm felur í senn í sér aðra heimssýn og annan siðferðisskiln- ing en að líta ekki á hann sem leyndardóm. Í lokin ræði ég nánar hvers vegna og hvernig heildarskilningur hefur þýðingu fyrir siðferðilega og siðfræðilega hugsun. Svipir, afstaða og athygli Ein leið til að byrja að hugsa um mikilvægi innri sýnar og athygli í siðferðilegu lífi er að huga stuttlega að andar-kanínu-myndinni svokölluðu sem Ludwig Wittg- enstein fjallar um í Philosophical Investigations (Heimspekilegar rannsóknir).2 1 Pieper 2009: 28. 2 Wittgenstein 1974: 193–229. Hugur 2017-6.indd 30 8/8/2017 5:53:17 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.