Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 138
138 Eyja M. Brynjarsdóttir
Ég tel að einlægni fröken Stebbing gangi stundum gegn hlutleysi henn-
ar. Til dæmis sýnast mér myndirnar sem hún dregur upp af nasistun-
um og andstæðingum þeirra dálítið ýktar. Hinar illu hugsjónir eru svo
ógurlega vondar og hinar góðu, þrátt fyrir að vera oft veiklulegar, eru
svo óumdeilanlega frábærar. (Ég er ekki að tala um verk nasistanna, en
fröken Stebbing, vegna misskilnings að ég held, þótt hið gagnstæða bjóði
upp á vandræði, setur hugsjónir og hugmyndir ofar framkvæmdinni.)45
Þegar bók Stebbing er lesin má hins vegar glöggt sjá að gagnrýni hennar á fas-
ismann er fyrst og fremst hugmyndafræðileg og að hún leggur mikið upp úr
rökstuðningi sínum fyrir henni, eins og við er að búast. Þannig stillir hún fasisma
og lýðræði upp sem hugmyndafræðilegu andstæðupari.46 Á hinn bóginn koma
víða í bókinni fram efasemdir um þau voðaverk sem framin eru í nafni fallegra
hugsjóna, eins og stríð í nafni lýðræðis. Þannig má segja að Laird skilji hlutina
þveröfugt við það sem Stebbing er að fara.
Laird virðist þó fljótlega hafa séð eftir dómi sínum, því í greinasafni sem gefið
var út til minningar um Stebbing fáeinum árum síðar, skrifar hann aðra grein um
Ideals and Illusions þar sem hann viðurkennir að hafa verið heldur fljótfær í fyrri
dómi sínum um bókina.47
Fasismi, þjóðerni og nýir tímar
Þegar tilvikin þrjú sem ég hef fjallað um eru skoðuð, má greina ýmsa sameig-
inlega þræði. Hjá öllum er áberandi andstaða við fasisma og þjóðernishyggju.
Einnig er að finna brennandi áhuga á samfélagsmálum sem og tilraunir til að nota
heimspekina til að bæta samfélagið. Hið síðastnefnda er nokkuð sem varð síðar
mun minna áberandi í rökgreiningarheimspeki og verður ekki reynt að greina
ástæður þess hér, enda væri það stærra verkefni og þær ástæður bæði margvís-
legar og umdeilanlegar. Meðal þess sem hefur verið nefnt eru herferðir banda-
ríska stjórnmálamannsins Josephs McCarthy gegn vinstrisinnuðum mennta- og
listamönnum, sem gætu hafa haft þau áhrif að kveða niður pólitíska róttækni í
heimspeki þar í landi á ákveðnu tímabili. Það skýrir vitaskuld ekki þróunina í
öðrum löndum. En það sem má teljast óumdeilt er að samfélagsgagnrýni hefur
verið lítið áberandi í flestum helstu undirgreinum rökgreiningarheimspekinnar
frá því um miðja tuttugustu öld.
Greina má merki um að rökgreiningarheimspekin sé að breytast hvað þetta
varðar. Vissulega eru enn fjölmargir heimspekingar sem lítið skeyta um samfé-
lagsgagnrýni í verkum sínum en áhugi á að nota heimspeki til að hafa áhrif á
samfélagið virðist fara vaxandi. Í samhengi við notkun rökgreiningarheimspeki
í þessum tilgangi er áhugaverðast að skoða þróunina í þeim undirgreinum sem
hafa verið álitnar „fjarlægastar“ samfélagsmálunum.
45 Laird 1942: 195.
46 Stebbing 1941: 126.
47 Laird 1948.
Hugur 2017-6.indd 138 8/8/2017 5:53:50 PM