Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 46
46 Jón Ásgeir Kalmansson
vægi fjölmargs annars sem kynni þó við nánari athugun að vega þungt í siðferði-
legri yfirvegun okkar. Bandaríski heimspekingurinn Cora Diamond bendir á að
siðfræði „spretti af hugsun okkar um allt það sem getur orkað á okkur með þeim
hætti að það opinberi eitthvað þýðingarmikið um hvers konar verur við erum“.60
Innsæi Kants í þá siðferðilegu þýðingu sem skynsemiseðli okkar hefur sé eitt
þessara atriða en hið sama eigi við um hugsun okkar um líf okkar og dauða,
tímanleika okkar og þá staðreynd hve líf okkar er háð hendingum, þörf okkar
fyrir ást og umhyggju, og svo framvegis. Ágætt dæmi um hvað Diamond á við hér
eru hugmyndir manna á borð við Ludwig Wittgenstein sem fjallað er um hér að
framan. Slíkir hugsuðir gera undrunina andspænis sjálfri tilvistinni að grundvelli
siðfræði sinnar. Þeir eru óendanlega snortnir af þessum almennasta „eiginleika“
allra eiginleika – því að eitthvað er til yfirhöfuð – og siðfræðileg hugsun þeirra er
innblásin af vitundinni um þá djúpu þýðingu sem sjálf tilvistin ljær lífi okkar. Það
að líf okkar allra er á hverju andartaki eins og skipsgóss, sem naumlega hefur verið
bjargað frá tortímingu og tilvistarleysi, vekur og gegnsýrir hugsun þeirra um alla
skapaða hluti. Hugsun þeirra sem eru á annað borð snortnir af leyndardómi til-
vistarinnar með þessum hætti glaðvaknar um leið andspænis ýmsu öðru, til dæmis
gagnvart eigin dauðleika, eins og Diamond bendir á í umfjöllun sinni um skáld-
sögur Charles Dickens.61 Samúð með öðru fólki er, samkvæmt lestri Diamond á
Dickens, háð því að maður hafi lifandi skilning á eigin dauðleika – að maður hafi
gert sér endanleika sinn raunverulega í hugarlund, hafi gert sér ljóst að maður er
förunautur annarra manna á leið til grafarinnar. Það er skilningur af þessu tagi,
sem mótaður er af mætti ímyndunarafls okkar og athygli til að nema og draga
fram leyndardóm mannlegs hlutskiptis, sem höfundar á borð við Dickens reyna
að dómi Diamond að kveikja með lesendum sínum:
Höfundur kann að lýsa því hvernig mannlegt líf er, kann að lýsa því með
ríkri athygli á smáatriðum raunheimsins, en með það að markmiði að
leyndardómur tilvistarinnar ‚[sjáist] gegnum vefnað … hversdagslífsins‘;
og ennfremur með það að leiðarljósi að skilningur á þessum leyndar-
dómi, sem er með þessum hætti vakinn eða þroskaður í lesandanum,
muni taka sér bólfestu í lífi hans eða hennar, verði nálægur í því sem hann
eða hún gerir og hugsar og segir.62
Að forðast að takmarka uppsprettur siðferðilegrar hugsunar og lífs þýðir að binda
sig ekki við einhvern einn eiginleika manneskjunnar og eitthvert eitt siðalögmál,
heldur vera reiðubúinn til þess að hugleiða hina ýmsu leyndardóma tilvistarinnar
með það fyrir augum að skilningurinn sem slík íhugun skapar geti mótað hugs-
anir manns, orð og athafnir.
Þriðja atriðið sem vert er að nefna hefur að gera með þá hugmynd að afstaða á
borð við undrun afhjúpi sannleika um heiminn sem við hefðum ella engan aðgang
60 Diamond 2013: 175, leturbreyting mín.
61 Sjá Diamond 2013 og Diamond 1991.
62 Diamond 1991: 47.
Hugur 2017-6.indd 46 8/8/2017 5:53:21 PM