Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 134

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 134
134 Eyja M. Brynjarsdóttir skipan heimsins varðar merkir það þróun í átt að sameiginlegu stjórn- kerfi.24 Eins og fram hefur komið í lýsingu Carnaps var heimspeki hans ekki endilega þannig að fram kæmi með beinum hætti að hann stæði í félagslegri baráttu með henni. Hins vegar virðist ljóst að hann leit svo á að heimspekiiðkun ætti í það minnsta með óbeinum hætti að breyta heiminum til hins betra. Á öðrum stað í endurminningunum fjallar hann um samstarfið við Otto Neurath, sem vildi nýta heimspekina sem áþreifanlegra baráttutól en félagar hans: Sérstaklega mikilvæg fyrir mig persónulega var áhersla hans á tengslin milli heimspekiiðkunar okkar og hinna miklu sögulegu ferla sem áttu sér stað í heiminum: Heimspeki leiðir til umbóta í vísindalegum hugsunar- hætti og þar með til betri skilnings á öllu sem á sér stað í heiminum, bæði í náttúrunni og samfélaginu. Þessi skilningur skilar sér svo í umbótum á mannlegu lífi.25 Neurath má kalla augljósasta dæmið um virkan sósíalista meðal Vínarhrings- manna og í það minnsta var hann sá sem hélt lengst áfram að stunda heimspeki eftir þeirri stefnu. Hann hafði verið virkur í stjórnmálum, starfað með sósíal– demókrötum og meðal annars farið fyrir rétt ásamt meðlimum hins byltingar- sinnaða flokks München Räterepublik. Hann var alla tíð virkur í stjórnmálastarfi þótt hann hætti með tímanum að skipta sér af flokkspólitík og það kom glöggt fram í verkum hans að hann taldi að hinar pósitívísku hugsjónir færu saman við hugsjónir sósíalismans. Í fyrirlestri árið 1930 hélt hann því til dæmis fram að hin andfrumspekilega vísindalega heimsmynd myndi stuðla að umbreytingum á félagslegri og efnahagslegri skipan í marxískum anda.26 Sama skoðun kemur fram í skrifum hans frá árinu 1932 þar sem kemur glöggt fram að hann telur að útbreiðsla heimspekilegra efnishyggjukenninga sem eru lausar við frumspeki sé mikilvæg fyrir hina marxísku samfélags- og efnahagsskipan.27 Nokkrum árum áður hafði Neurath sett fram hugmyndir sem líkja má við það sem í seinni tíð hefur hlotið heitið sjónarhornskenningar (e. standpoint theory) í þekkingarfræði.28 Hann heldur því fram að öreigarnir geti verið hlutlægari en borgarastéttin og að þekking hinna fyrrnefndu geti verið meiri þrátt fyrir minni menntun, því þeir hafi innsýn í reynsluheim sem borgararnir þekki ekki.29 Vegna vaxandi ítaka nasista í Austurríki, sem enduðu svo með því að Þjóð- verjar innlimuðu landið árið 1938, brast flótti í lið pósitívista. Neurath kom sér til Hollands þegar árið 1934 og dvaldi þar í útlegð til 1940. Þá fór hann til Bretlands og þar var hann til dauðadags 1945. Það var á þessum útlegðarárum sem hann 24 Carnap 1963: 82. 25 Carnap 1963: 23–24. 26 Howard 2003: 33; Neurath 1930. 27 Neurath 1932. 28 Sjá t.d. Collins 1990; Harding 1991 og Hartsock 1997. 29 Neurath 1928: 292–297. Hugur 2017-6.indd 134 8/8/2017 5:53:48 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.