Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 51

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 51
Hugur | 28. ár, 2016–17 | s. 51–65 Vilhjálmur Árnason Hugsun hneppt í kerfi Heimspeki Páls í ljósi hugmynda Habermas1 Inngangur Páll Skúlason lagði sig í líma við að hneppa hugsun sína í kerfi og sér þess glögg- lega stað í síðustu bók hans, Merking og tilgangur (2015).2 Tengd þessari viðleitni var ástríða hans eða árátta fyrir þrískiptingum en um hana segir Páll á einum stað: Eftir að hafa verið ákafur tilvistarsinni féll ég fyrir kerfishugsun sem felst í því að sjá hlutina í ákveðnum formum eða myndum sem hægt er að greina ítarlega og höndla með hugtökum í heimi fræðanna. Ein aðferð slíkrar kerfishugsunar er að beita þrískiptingu á skipulegan hátt.3 Í kennslu dró Páll gjarnan upp Venn-myndir af þrískiptingunum sem við nem- endur hans hentum stundum gaman að og kölluðum „pálskar myndir“. Eina slíka er að finna aftan á bók hans Sjö siðfræðilestrar (1991) og sýnir skiptinguna í verald- leg gæði, andleg gæði og siðferðileg gæði sem hann ræðir ítarlega í Siðfræði sinni (1990) og víkur víða að í skrifum sínum. Þessi þrískipting gæða hjá Páli kallast á við aðra þrískiptingu sem hann kennir ‒ t.d. í bók sinni Ríkið og rökvísi stjórnmála (2013) ‒ við þrenns konar ólík lífsverkefni og ólík svið mannlífsins. 1 Byggt á erindinu „Tæknileg rökvísi og siðræn skynsemi. Páll lesinn með gleraugum Habermas“. Hugsun og veruleiki: Ráðstefna um heimspeki Páls Skúlasonar í Háskóla Íslands 27. maí 2016. 2 Sbr. 1. kafla bókar Páls, Merking og tilgangur: „Drög að heimspekikerfi“. Páll Skúlason 2015. 3 Páll Skúlason 2015: 10. Síðar segir Páll að hann hafi „dreymt um að setja saman heimspekikerfi sem henti reiður á öllum hugsanlegum hugsunum sem á okkur kunna að leita, hvort heldur þær koma frá öðrum eða virðast sjálfsprottnar. Hugsun um hvaða málefni sem vera skal mætti ætla ákveðinn stað í þessu kerfi sem gerði hana skiljanlega að vissu marki, tengdi hana öðrum hugs- unum og opnaði vissa möguleika á að skilja veruleikann eða að minnsta kosti tiltekna reynslu af honum.“ Páll Skúlason 2015: 33‒34. Hugur 2017-6.indd 51 8/8/2017 5:53:23 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.