Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 32

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 32
32 Jón Ásgeir Kalmansson blindness), það er skort hæfileikann til að sjá eitthvað sem eitthvað, og aðrir gætu einfaldlega ekki kært sig um að sjá neitt annað en þeir þegar sæju.9 Hvað getur þetta dæmi sýnt okkur um inntak heildræns skilnings? Dæmið gæti til að byrja með vakið okkur til vitundar um það að merking orða á borð við sjón og hugsun er hvorki einföld né augljós. Stanley Cavell orðar það svo að andar- kanínan sé dæmi sem óvæntur fjölda hugtaka á við – hugtök á borð við ímynd- unarafl, túlkun, hugsun, reynsla, hughrif (e. impression), tjáning (e. expression), að sjá, að vita, og merking – og dæmið veiti manni innsýn í hve flókin tengsl þessara hugtaka séu.10 Þannig mætti segja að það að sjá skyndilega önd í teikningunni feli í sér visst ímyndunarafl, það er tiltekinn hátt á að greina möguleika og tengja hlutina saman, og líka vissa túlkun, það er hátt á því að skilja eitthvað sem heild. Og ef einhver getur ekki séð önd þá er hann svip-blindur en einnig ófær um að verða fyrir tilteknum áhrifum eða hughrifum, ófær um að „taka myndina inn“ með vissum hætti og upplifa fulla þýðingu hennar. Þessi margræðni þess „að sjá eitthvað sem eitthvað“ er nokkuð sem er vert að hafa í huga þegar orð eins og „sjón hugans“, „innsæi“ og „athygli“ eru notuð. Þau vísa í „sjón“ og „huga“ eða „hugsun“ og fela þannig í sér viðurkenningu á því að um sé að ræða margbrotinn eiginleika eða „sálargáfu“ sem er ofin úr ýmsum sjónrænum og hugrænum þáttum. Þetta sést enn betur ef nefnt er til sögunnar eitt hugtak til viðbótar í tengslum við dæmið um andar-kanínuna og umræðu Wittgensteins um hvað það þýðir „að sjá eitthvað sem eitthvað“. Wittgenstein segir í umræðu um annað sambærilegt dæmi: „Þannig lít ég á það; þetta er afstaða mín (e. my attitude) til myndarinnar. Þetta er eitt af því sem átt er við þegar sagt er að það sé dæmi um að ‚sjá‘“.11 Það að „sjá eitthvað sem eitthvað“ er með öðrum orðum að hafa vissa afstöðu til fyrirbær- isins – þar sem afstaða, ólíkt skoðun eða ályktun, felur í sér beina og milliliðalausa skynjun og „samstillingu“. Þessi munur á afstöðu og skoðun kemur við sögu í einni kunnustu athugasemd Wittgensteins í Philosophical Investigations: „Afstaða mín til hans er afstaða til sálar. Ég er ekki þeirrar skoðunar að hann hafi sál.“12 Það má skilja þessa setningu í ljósi umfjöllunar Wittgensteins um svipasýn.13 Að sjá svip sálar í ásjónu manneskju er spurning um beina og milliliðalausa heildarsýn með líkum hætti og það að sjá svip andarinnar í teikningunni. Þess vegna segir Wittgenstein að hinn mennski líkami sé „besta myndin af hinni mennsku sál“.14 Að sjá aðra manneskju sem sál eða persónu með sínar eigin skynjanir, tilfinningar og hugsanir er ekki spurning um skoðun manns eða dóm um til dæmis hvað eigi sér stað inni í höfðinu á henni. Að líta þannig á málið væri að gera mannssál- ina að einhverju sem við höfum einungis óbeina og ályktaða skoðun á. Að bera kennsl á aðrar manneskjur sem sálir er fremur spurning um að lifa og hrærast í náttúrulegri afstöðu til – eða náttúrulegum viðbrögðum við – líkamlegu látbragði 9 Sjá umræðu Wittgensteins um svip-blindu í öðrum hluta Philosophical Investigations, kafla xi, bls. 213 og áfram. 10 Cavell 1982: 354–355. 11 Wittgenstein 1974: 205. 12 Wittgenstein 1974: 178. 13 Sjá nánar um þetta, Cavell 1982: 368 og áfram. 14 Wittgenstein 1974: 178. Hugur 2017-6.indd 32 8/8/2017 5:53:18 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.