Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 12

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 12
12 Björn Rúnar Egilsson ræðir við Christopher Mole Í Attention is Cognitive Unison er að finna fjölmargar tilvísanir í verkefni (e. task); að gera verkefni er eitthvað sem krefst leiðsagnar skilnings og virkni af hálfu gerand- ans (að gleyma sér í dagdraumum eða láta hugann reika getur þannig ekki talist vera verkefni). Þú heldur því fram að aðeins þegar eitthvað teljist vera verkefni sé hægt að gera það á athugulan hátt. Að hve miklu leyti þurfum við að skilja eitthvað til að geta veitt því athygli? Kenningin felur í sér þá sterku fullyrðingu að til þess að gera eitthvað á athugulan hátt, þarftu að skilja það sem þú ert að gera. En það er mikilvægt að greina á milli þess að veita einhverju athygli og þess að gera eitthvað á athugulan hátt. Ég gæti rekist á hlut sem ég kannaðist ekkert við en samt sem áður veitt honum athygli með því að reyna að skilja hann. Þar með veiti ég einhverju athygli án þess að skilja það. Það vefst ekkert fyrir mér, ég skil hvað felst í því að skoða og rannsaka. Ég er að reyna að gera mér í hugarlund gagndæmi um einhvern sem fær leiðbeiningar á erlendu máli sem hann skilur ekki til fulls en fer eftir þeim eins vel og honum er unnt. Felast engin vandkvæði í því fyrir hina sterku kröfu um skilning? Það held ég ekki, þótt ég vilji ekki letja þig frá því að fara lengra með þessa hugmynd til þess að benda á mögulega vankanta á kenningunni. Mögulega felur þetta í sér vandkvæði fyrir kenninguna en við fyrstu sýn virðist þetta vera dæmi um einhvern sem skilur það sem hann er að gera: hlusta og reyna að túlka. Þegar þú talar um skilning og verkefni í tengslum við athygli, ertu þá bara að hugsa um skilning sem hefur verið mótaður í yrðingar og sjálfráðar gjörðir? Mjög margt af því sem fólk gerir dagsdaglega virðist vera gert ómeðvitað. Ég held að augljósustu verkefnin feli í sér sjálfráðar gjörðir. Ég tek dæmi um einstakling sem dettur en hefur nægan tíma til þess að bregðast við fallinu. Það telst vera verkefni, hann skilur hvað hann er að gera og notar skilning sinn á aðstæðum til þess að hafa áhrif á framvindu fallsins en samt sem áður getum við ekki sagt að fallið sé sjálfráða gjörð. Þannig að það sem ég hef í huga nær að einhverju leyti út fyrir svið hins sjálfráða. Ég hef ekki viljað binda verkefni og skilning við meðvitund of sterkum böndum og segi undir lok bókarinnar að athygli sé möguleg hjá einhverju sem þó skorti meðvitund; ég álít það beinlínis vera satt að fótboltalið geti veitt einhverju athygli vegna þess að það spilar fótbolta á ákveðinn hátt og sá háttur getur falið í sér öll einkenni þess að veita einhverju athygli. Samt vil ég ekki samþykkja að fótboltaliðið geti verið meðvitað. Þó hafa margir heimspekingar allt frá William James á 19. öldinni til okkar daga verið bjartsýnir á að varpa megi ljósi á ráðgátuna um athygli með því að rannsaka meðvitundina. Afstaða mín er sú að athygli einkennist fyrst og fremst af virkni (e. agency), ekki af þekkingu eða meðvitund, vegna þess að við þurfum að framkvæma ýmsar gjörðir í heiminum og veita hlutum athygli. Við þurfum að aðhafast margt í annasömum heimi sem býður okkur upp á ótal möguleika til framkvæmda. Þessi hugmynd Hugur 2017-6.indd 12 8/8/2017 5:53:12 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.