Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 62

Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 62
62 Vilhjálmur Árnason tæknilegt verkefni þar sem markmiðið varð yfirráð og stjórnun. Í ljósi þessa telur Habermas það vera eitt brýnasta verkefni stjórnspekinnar að endurmeta siðræna skynsemi og skýra sérstöðu hennar andspænis tæknilegri rökvísi. Í þessari viðleitni verður skynsemin sjálf að setja sér markmið án þess að hafna í þeirri tómhyggju um gildi sem Páll kenndi við sjálfdæmishyggju. Hann spilaði gjarnan saman tæknihyggju og sjálfdæmishyggju, annars vegar trúnni á trausta mælikvarða „sem unnt sé að beita til að komast að öruggum niðurstöðum“, og hins vegar þeirri trú að „það séu ekki til neinir mælikvarðar á það hvað sé gott eða illt, fagurt eða ljótt, allt slíkt mat sé í raun háð geðþótta hvers og eins“.60 Þessi vandi siðrænnar skynsemi hefur verið eitt meginverkefni verklegrar heimspeki frá nýöld þegar heimsmynd hinna nýju vísinda rúmaði ekki lengur frumspekilega gildisdóma. Hér að framan hef ég rakið dæmi um tvær leiðir til þess að taka þessari áskorun. Annars vegar er leið Habermas sem (að hætti Kants) tekst á við verkefnið með frjálsri beitingu skynseminnar og hugar að persónulegum jafnt sem pólitískum skilyrðum lýðræðislegs sjálfsforræðis; hins vegar er leið Páls að huga að þeim gæðum eða gildum sem þarf að rækta á öllum sviðum mannlífsins. Páll boðar skynsamlegt gildismat sem hæfir hverju sviði samfélagsins, en Habermas leitast við að skýra forsendur málefnalegrar rökræðu og styrkja þau ferli sem eru farveg- ur þeirra. Í þeirri viðleitni taldi Habermas mikilvægt að endurheimta greinarmun Aristótelesar á siðviti og tækniviti, samskiptum og framleiðslu, með fullri vitund þó um þær gerbreyttu forsendur sem siðræn skynsemi hefur í „tilgangssnauðum“ heimi (frá aristótelísku sjónarmiði). Páll var hins vegar í síðustu skrifum sínum á slóðum Aristótelesar í leit að nýrri tilgangshyggju sem myndi nýtast til að efla hinn andlega skilning á veruleikanum og skilja tilganginn „sem er að verki hvar- vetna í heiminum“.61 Niðurlag Þeir Páll Skúlason og Jürgen Habermas láta sig sambærileg viðfangsefni varða í heimspeki sinni og hneigjast til kerfisbundinnar greiningar á þeim sem fela í sér margvísleg líkindi. Í beggja tilviki er þeim greiningum ætlað að verja sérstöðu ólíkra gildissviða og verja þau ágangi tæknihyggju. Báðir leggja mikla áherslu á mismunandi rökvísi tækni og siðferðis og verja skynsemishyggju um siðferði. Skynsemishugtök þeirra eru þó mjög ólík; skynsemi Páls er inntaksbundin en Habermas aðgerðabundin. Þetta setur mark á það hvernig þeir gagnrýna marg- vísleg öfl í samtímanum sem ógna lýðræðislegu samfélagi. Gagnrýni Páls er sett fram í einræðuformi sem er upplýst af inntaksríkum andlegum og siðferðilegum gildum, en Habermas mótar gagnrýnisfarveg í samræðusiðfræðinni sem byggir á hugsjónum um óþvinguð boðskipti. Báðir hugsuðir eru undir áhrifum fyrirbæra- fræði og leggja áherslu á lífsheiminn sem baksvið athafna okkar og orðræðu. Í 60 „Hugleiðing um listina, trúna og lífsháskann“, Páll Skúlason 1987: 121. 61 Páll Skúlason 2015: 130. Hugur 2017-6.indd 62 8/8/2017 5:53:26 PM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.