Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 119
Raunveruleikinn er ævintýri 119
og/eða andi efnisins laðaður fram. Í myndlistinni birtist samtal mannsins við
efnið og í gegnum þetta samtal myndast tengsl og skilningur. Það liggur í hlut-
arins eðli (!) að vera listaverksins liggur utan textans að meira eða minna leyti.
Í gegnum tíðina virðast hræringar í myndlist hafa skipst á milli áherslunnar á
andann eða efnið – konseptið og formalisminn. En þau hugtök eru að einhverju
leyti hliðstæður ídealisma og realisma, hughyggju og raunhyggju heimspekinnar.
Eftir að ljósmyndin var fundin upp um miðja 19. öldina, breyttist myndlistin til
mikilla muna vegna þess að hlutverk hennar sem heimildar um raunveruleikann
tók stakkaskiptum.
Tveir helstu postular hinnar ólíku nálgunar myndlistarinnar á 20. öld eru
bandaríski listgagnrýnandinn Clement Greenberg, sem er fulltrúi efnisins og
formalismans og franski listamaðurinn Marcel Duchamp sem fulltrúi andans eða
konseptsins. Reyndar hverfist þessi greining um sjálfa sig þegar nánar er að gáð, af
því að Greenberg beitti hugmyndafræði til þess að hafa áhrif á meðferð efnis og
Duchamp beitti hlutum og efni til þess að hafa áhrif á hugmyndafræði. Það má
segja að þeir mætist að lokum á forskilvitlegu svæði37 og í vídd fagurfræðinnar.
Myndlistin er rannsókn (útreiknandi hugsun) en hún er líka kenning (íhugandi
hugsun).38 Listin er bæði ósk og meðal. Myndlistin er þannig afl í sjálfri sér,
en líka tæki til þess að vinna úr upplýsingum, atburðum og reynslu. Fagurfræði
yfirborðsins og djúpsins, hins sýnilega og hins hulda, er það sem myndlistin
vinnur með. Með því að einbeita sér að efninu og eiginleikum þess, gerist það
með dulúðlegum hætti að hin andlega hlið listarinnar kemur fram í tærari mynd.
Listin er leið til þess að byggja þessa ómögulegu og óhugsandi brú. Milli okkar
og milli hluta. Þetta getur verið mjög dramatískt en er oft líka kómískt og allt þar
á milli og fyrir ofan og neðan.
Nálgun myndlistarinnar gengur oft þvert á allar kenningar. En samt skiljum
við. Táknfræðin öll og sögnin í mismunandi hlutum, efni, háttum og samsetning-
um, býr til skilning, eða að minnsta kosti hugrenningatengsl. En það er ekki hægt
að skýra myndlist með aðferðum vísinda. Hlutir eða efni geta orkað á andann
með hætti sem talsmönnum þekkingarfræði eða vísinda þætti í stórum dráttum
órökrétt. Hlutmiðaðir verufræðingar hafa bent á að það að leggja stund á eða
skoða myndlist er í raun rannsókn á orsakasamhengi.
Efni og andi
Listaverk bræða saman efni og anda. Með öðrum orðum, listaverk birta okkur
andann í efninu. Það sem efnið tjáir kemur sjálfsverum í uppnám, vekur með
þeim þrá, örvar þær og æsir. Það er grundvallarregla að listaverk þarfnast alltaf
37 Þetta forskilvitlega svæði er handan þekkingar mannsins, en er þó engu að síður með einhverjum
hætti til. Þetta er svæði, eða mengi sem maðurinn viðurkennir að sé til, jafnvel þótt skilningur nái
ekki yfir það.
38 Martin Heidegger greindi á milli útreiknandi og íhugandi hugsunar. Útreiknandi hugsun er
viljahugsun sem stefnir að niðurstöðu eða ákveðinni lausn, en íhugandi hugsun er eins konar
meðvitund um það sem koma skal, opin fyrir þeim möguleikum sem leynast í verunni.
Hugur 2017-6.indd 119 8/8/2017 5:53:44 PM