Hugur - 01.01.2016, Blaðsíða 171
Sköpun, kerfi og reynsla 171
ingi, eða viljandi eins og okkur er trúlega tamara að segja. Ef ég mála mynd af
fullum ásetningi, þá virðist vera sjálfsagt að annaðhvort lofa mig eða lasta, sem
þann geranda sem ber ábyrgð á myndinni. Ef ég hins vegar helli óvart niður
málningu, og hún fyrir tilviljun tekur á sig fallega eða athyglisverða mynd, þá er
ekki sjálfsagt að lofa mig eða lasta fyrir það. Ástæðan er sú að það er ekki augljóst
að ég beri ábyrgð í því tilfelli.12
Það að eitthvað sé gert af ásetningi eða ekki fyrir tilviljun er því nauðsynlegt
skilyrði fyrir því að hægt sé að tala um skapandi athöfn. Það leiðir af sér að þegar
um skapandi aðgerð er að ræða er alltaf einhver sem er ábyrgur fyrir athöfninni,
einhver sem hægt er, réttilega, að lofa eða lasta fyrir útkomu athafnarinnar.
Hvað nákvæmlega felst í því að eitthvað sé gert af ásetningi er hins vegar, eins
og hægt er að sjá hér að ofan, gáta sem heimspekin er ennþá að fást við. Stokes
orðar þetta sem svo að hvað svo sem skapandi hugsun er, þá sé hún „afsprengi
ásetnings, sem er ekki tilviljunum háð og hún er P-skapandi“ (í þeim skilningi
sem rakinn var hér að ofan). Ekki tilviljunum háð stendur fyrir hverja þá kenningu
sem getur útskýrt hegðun sem framkvæmd er af ásetningi.13
P-sköpun er því sú tegund sköpunar sem er viðfang mitt í því sem á eftir fer.
Ég fellst á það með Stokes að ásetningur sé ágætt kennimark skapandi hugsunar
eða skapandi aðgerða. Gallinn við þessa útleggingu Stokes er að hún er alltof víð.
Undir hana falla ótal aðrar tegundir hugsana og athafna, sem við myndum ekki
vilja skilgreina sem skapandi. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem Stokes
ætlar sér ekki að bjóða upp á þá aðgreiningu sem þarna þarf til. Skilgreining hans
á skapandi hugsun eða skapandi aðgerð heldur því algerlega opnu hvernig við
skilgreinum eða útskýrum ásetning, og athafnir sem helgast af ásetningi.
Ég mun ekki setja fram skilgreiningu á því hvað það er sem skilur á milli skap-
andi hugsunar eða athafnar, og annarra hugsana eða athafna. Það sem ég mun
gera í staðinn er að sýna fram á að ákveðin tegund af reynslu sé nauðsynleg til
að hægt sé að tala um skapandi hugsun eða hegðun, og að sú tegund af reynslu
skilji sumar hugsanir og athafnir frá skapandi hugsun og hegðun. Ég tek áskorun
Stokes um að fylla upp í myndina, en ég geng ekki svo langt að setja fram kenn-
ingu sem nær yfir allar athafnir sem eru framkvæmdar af ásetningi. Í staðinn sný
ég mér að reynsluhugtakinu sem vænlegu tæki til að fást við skapandi hugsun og
athafnir.
IV. Skapandi hugsun og reynsla af því að gera eitthvað vísvitandi
Hvað er sérstakt við skapandi hugsun eða skapandi athöfn? Hvað er það sem gerir
það að verkum að við tökum hana út fyrir sviga, eða setjum hana í sérstakan flokk
þegar kemur að því að flokka hugsanir eða athafnir? Það er hægt að horfa á þetta
frá nokkrum sjónarhornum. Ég hef þegar leitt að því rök að ekki sé vænlegt að líta
12 Stokes 2011: 660–665.
13 Stokes 2011: 659. Stokes byggir hér á Boden á svipaðan hátt og ég hef gert. Skilgreining hans á
skapandi hugsun er lengri og nákvæmari en þetta, en þar sem hún er ekki til umfjöllunar hér, þá
vísa ég lesandanum á grein hans til að fylla upp í myndina.
Hugur 2017-6.indd 171 8/8/2017 5:54:00 PM